Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 155

Skírnir - 01.01.1983, Page 155
SKÍRNIR HELGISOGUR 149 þá sem lítil kynni höfðu af klassiskum lærdómi, hins vegar menn sem þekktu og notuðu retórisk stílbrögð og voru þjálfaðir í mælskufræðum. Það voru einmitt þeir sem sömdu þau rit þar sem ræður er að finna. Þeir lærðu ekki iðn sína mestan part af ‘practical knowledge through close reading and textual inter- pretation of foreign and native works’ (bls. 208), þó að slíkur lestur kunni að hafa haft áhrif á þá, heldur hafa þeir að öllum líkindum lært retóriskar reglur svo vel að þær urðu þeim ósjálf- rátt tamar. Miðaldamenn urðu engu síður en nútímahöfundar að gera ráð fyrir vissum áheyrendum eða lesendum og með þá í huga sömdu þeir. Fyrir þessari tvískiptu veröld, áheyrendum ræðu fyrir innan og utan bókarspjöldin, gerir Knirk ekki nægileg skil. Vegna hins blandaða áheyrendahóps má ætla að aðeins sumar mál- semdir (loci) hafi lientað ræðu í það og það skiptið. Sennilegt er að kenningar Ágústínusar kirkjuföður um einfaldan stíl (sermo humilis) hafi sett svip sinn á rithátt kirkjulegra bók- mennta langt fram eftir 13. öld en skrúðstíllinn, sem í lok þeirr- ar aldar fer að tíðkast, eigi rætur sínar að rekja að einhverju leyti til nýrra námsbóka í mælskufræðum. Á 12. öld verða þær breytingar á veraldlegri sagnaritun að höfundar fara að túlka fortíðina á annan hátt en fyrr. Áhrif ritningarinnar þolca fyrir áhrifum frá verkum Sallusts og Lúkans. Einstaklingurinn skip- ar mun meira rúm en áður í sögum; sagnfræðingar taka að skapa sögupersónur; þær eru látnar halda ræður, og ekki ein- ungis tilsvör þeirra eru hermd heldur eru einnig birtir samtals- kaflar. Þessarar breyttu stefnu í sagnaritun sér merki bæði lijá Snorra og Saxa hinum málspaka. Það má hafa fyrir satt að Sverris saga sé fyrsti norræni fulltrúi þessarar nýju stefnu. Sú rannsóknaraðferð sem Knirk hefur valið kemur stundum í veg fyrir að lesandinn fái skilið til fulls ræðutækni miðalda- manna. Ég nefni t.d. ræðu Svína-Péturs í Sverris sögu. Um hana segir Knirk réttilega að hún hafi ‘the strongest rhetorical flavor’ (bls. 68) af öllum ræðum sögunnar. Hann lýsir upphaf- inu á tölu Svína-Péturs svo að hann byrji mál sitt ‘in a vulgar tone with a pun’ (bls. 68). Svína-Pétur þessi er hvergi kynntur í sögunni en af henni má ráða að hann hafi verið einn af for-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.