Skírnir - 01.01.1983, Page 162
156
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
Þingeyramunka? Sýnir þessi notkun okkur inn í hugmynda-
heim Sverris eða er hún einungis retóriskt bragð til að halda
áheyrendum við efnið? Hennann hefur ekki kannað að neinu
ráði þessi atriði í Hrafnkels sögu og Grettlu.
Það hefur hamlað rannsókn Hermanns að lítið sem ekkert
hefur verið skrifað um íslenska menningarsögu. Ekki hefur enn
verið gerð úttekt á því hvaða bækur íslendingar og Norðmenn
þekktu eða hvaða heimspekikenningar miðalda náðu til Islands.
Þau rit sem eru til um bókakost á miðöldum eru annaðhvort
mjög ófullkomin eða bundin við þær bækur sem skráðar eru í
máldögum, en suma máldaga fombréfasafns þyrfti að gefa út
aftur. Það lrefur aldrei verið kannað t. d. í samsteypum 14. ald-
ar hvaða heimildarrit voru þar notuð og hvort líkindi væru til
þess að þau hafi verið til í landinu sjálfu. Hermann nefnir tvö
rit sem varðveitt eru í Hauksbók, Viðrœðu likams og sálar eft-
ir Huga í St. Viktors klaustri í París og Viðrceðu ceðru ok hug-
rekkis. Það verður seint metið til fulls hve mikil áhrif rit af
þessu tagi höfðu á siðaskoðun íslenskra manna á miðöldum.
Vafalítið er að sum guðfræðirit, bæði námsbækur prestlinga eins
og Elucidarius eða epigrömm Prospers Aquitanusar, og önnur,
eins og Díalógar Gregóríusar, hafa haft einhver álirif á þá sem
þau notuðu. En hvenær taka menn upp nýjar kennslubækur,
nota nýrri útgáfur handbóka? Hversu mikil áhrif höfðu svo
þessi rit á leikmenn? Uppbyggileg fræðsla hefur eins og kunnugt
er oft þveröfug áhrif við það sem ætlað var. Málsháttakvæði
Bjarna Kolbeinssonar getur að vísu bent til þess að snemma hafi
menn tekið að safna saman spakmælum, þýddum sem norræn-
um.49
Það væri þarft verk, ef unnt væri að draga upp líkan af þeim
staðreyndum sem norrænir sagnaritarar þekktu, hvort sem um
væri að ræða vísindi, heimspeki eða daglegt líf.50 En því mið-
ur verður þetta líkan aldrei fullreist. Það vantar alltaf einhverja
bjálka í bygginguna. Ályktanir frá þessu baksviði geta því orð-
ið hæpnar og ummyndanir hugmyndaheims verða, eins og ég
drap á í upphafi þessa máls, aðeins líkur um reynd miðalda-
mannsins og þau vandamál sem höfundurinn vildi fjalla um.