Skírnir - 01.01.1983, Síða 166
160 SVERRIR TÓMASSON SKIRNIR
jartein við stofnun klaustursins á Þingeyrum, sbr. Hagiographische
Studien, 119.
24 Sjá Magnús Már Lárusson, KLNM VII, 610-612.
25 Helst mætti þá skýra slíkt sem tillitssemi við Hólabiskupa í upphafi 14.
aldar sökum deilu þeirra og Þingeyramunka um tíundir til klaustursins.
26 Það kann að vera að viðkomandi bækur hafi ekki verið til í Bochum.
Það þekkja allir sem starfað hafa erlendis hversu erfitt er að fá íslenskar
bækur sendar utan. Flestar þær rannsóknir sem hér um ræðir eru þó til
á Háskólabókasafninu í Kíl, en það safn á að lána öðrum söfnum í Vest-
ur-Þýskalandi norrænar bækur og hefði leiðbeinanda Koppenbergs, Fritz
Paul prófessor, átt að vera fullkunnugt um þetta.
27 Stephan Kuttner hafði einnig látið sér detta þetta x hug og skýrir ferðina
sem bókmenntalegt ritklif. Sjá 30. nmgr.
28 Sbr. Magnús Stefánsson, ‘Kirkjuvald eflist’, Saga íslands II (Reykjavík
1975), 64.
29 Sbr. Bisk. I, 160.
30 Kuttner rekur það að Ágústínus kirkjufaðir hafi litið svo á að ekkju-
maður gæti ekki vígst, en tvígiftur maður gerði sig sekan um divisio
carnis: hann gæti ekki lengur ‘represent the mystical union of Christ
with his church’. Þegar á 4. öld er frá því greint að ‘lektor’ hafi fengið
að færast upp um einn vígslupall, verða subdjákn, enda þótt hann væri
tvígiftur eða hefði gifst ekkju. Æðri vígslu gæti hann þó ekki tekið.
Þetta er að finna í frásögn hjá St. Marteini frá Braga (d. 579), en kan-
ónistar á 12. öld álitu þetta vera lög Marteins I. páfa (649-655) og deildu
þeir um það, hvort valdið til að dispensera lægi fremur hjá páfa en
biskupi. í lok 12. aldar virðast menn ekki vissir um þetta, en Kuttner
telur fyrsta dæmið vera hjá Huguccio á 9. tug 12. aldar, eða nokkru
siðar, þar sem hann skýrir frá því að Lucius 3. páfi hafi dispenserað tví-
kvænismann á Sikiley til prestsembættis. í skólum fékk þessi saga brátt
byr undir vængi svo að til varð tvíkvænti erkibiskupinn í Palermo á
Sikiley. Þessi saga, segir Kuttner, varð ‘throughout the Middle Ages and
beyond, the stock example for exceptional dispensatory powers of the
papacy’. Kuttner heldur því fram að þessi flökkusögn sé fyrirmynd Jóns
sögu og bendi það til þess að hún sé ekki samin fyrr en í byrjun 13.
aldar. Kuttner hefur hins vegar ekki vitað af því að Huguccio var til
á Hólum 1396 og rná vera að það hafi verið ‘Summa in Decretum Grati-
ani’, en líklegra er þó að átt sé við skólabækur hans, sbr. íslenzkt forn-
bréfasafn III, 612-613. Sjá um Huguccio, Max Manitius, Geschichte der
lateinischen Literatur des Mittelalters III (Múnchen 1931, endurpr.
1973), 191-193. Sjá Stephen Kuttner, ‘St. Jón of Hólar: Canon Law and
Hagiography in Medieval Iceland’, Analecta Cracoviensia VII (1975),
367-375.
31 Sbr. t.d. Bjöm Þórðarson, ‘Móðir Jóru biskupsdóttur’, Saga I (1949-53),
289-346.