Skírnir - 01.01.1983, Side 174
168
SKÍRNIR
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
það líkamlegt atgervi hennar og vopnfimi sem leiddi til þess að hún var
tekin til ríkis en ekki bróðir hennar. Að öðru leyti er framvinda mjög svip-
uð í báðum þessum gerðum og vondi ráðgjafinn heitir Rauður í báðum.
Hárin á vörtu drottningar eru þrjú hjá Guðríði en aðeins tvö í útgáfu Sig-
fúsar. Hjá Guðríði er sagan ekki staðsett í ákveðnum löndum, en hjá Sig-
fúsi gerist hún á Spáni og í Portúgal. En munurinn á gerðunum er ekki
meiri en vænta má þegar sögur eru teknar upp með fimmtíu ára millibili.
Enn er ógetið eins atriðis sem er mikill kostur á þessari útgáfu. Er það
skrá yfir það hvar sögur þær sem hér birtast er að finna í minnaskrá Antti
Aarne og Stith Thompsons. Þá er einnig vitnað til minnaskrár Einars Ólafs
Sveinssonar þar sem það á við. Verður seint lögð of mikil áhersla á mikil-
vægi slíkra lykla að þjóðsagnasöfnum, því ómæld er sú vinna og fyrirhöfn
sem slikar skrár spara áhugamönnum og fagmönnum á þessum vettvangi.
Þá fylgir einnig þessari útgáfu ítarleg skrá um vísindarit um íslenskar þjóð-
sögur, þar sem tekið er með allt það helsta sem ritað hefur verið um þessi
efni. Einnig er birt kort af íslandi í bókinni þar sem merktir eru inn þeir
staðir sem nefndir eru í sögunum. Eru þeir að vísu vonum færri, því að
meginstofninn í þessari bók eru staðlausar þjóðsögur og ævintýri. Engu að
síður er kortið til góðrar leiðbeiningar svo langt sem það nær.
Er útgáfa þessi að öllu leyti til hinnar ágætustu fyrirmyndar um útgáfu
þjóðsagna.
Jón Hnefilt Aðalsteinsson
JÓN Þ. ÞÓR
BRESRIR TOGARAR OG ÍSLANDSMIÐ 1889-1916
Hið íslenska bókmenntafélag 1982
Þótt fyrr hafi töluvert verið skrifað um botnvörpuveiðar Breta hér við land
er eigi að síður mikill fengur að riti Jóns Þ. Þór, því að hann leitast við að
bregða birtu á alla þá sögu frá upphafi og fram til 1916.
Lengi hefur því verið trúað, að Bretar hafi fyrst komið hingað til tog-
veiða 1891, en samkvæmt heimildum Jóns gæti það hafa gerst tveim árum
fyrr. En 1889 lagði danska stjórnin fram frumvarp á Alþingi um bann við
botnvörpuveiðum við ísland. Vel var því tekið og ekki annað að sjá en
þingmönnum hafi verið ljóst hvað í húfi var, þvi að frumvarpið var sam-
þykkt með sáralitlum breytingum.
í II. kafla ritsins fjallar Jón um veru breskra togara hér við land á ár-
unum 1891—1894, en þá veiddu þeir á svæðinu austan frá Vopnafirði og að
Vestmannaeyjum. Á þessum árum fjölgaði skipunum töluvert. Leiddi það
til þess, að á Alþingi 1894 voru samþykkt lög, að frumkvæði landsmanna,
um bann við botnvörpuveiðum. Lög þessi áttu eftir að valda töluverðri
úlfúð næstu árin, en þó einkanlega 3. grein þeirra. Samkvæmt henni áttu
þau fiskveiðiskip, sem hittust í landhelgi með botnvörpuna innan borðs, en
þó ekki á veiðum, að greiða 200—2000 kr. i landsjóð, nema skipið væri að