Skírnir - 01.01.1983, Page 175
SKÍRNIR
RITDÓMAR
169
leita hafnar í neyð. E£ það henti í annað sinn var sektin 1000—10.000 kr.
Árið eftir samþykkt þessara laga hófu Bretar togveiðar í Faxaflóa og byrjuðu
þá að rísa úfar með þeim og íslendingum, enda var Flóinn sérlega viðkvæm
fiskislóð og afkoma margra byggðist i því að henni væri hlíft ásamt veiðar-
færum þeirra, sem þar voru við fiski.
Lengsti kafli ritsins, bls. 42—146, er um fiskveiðideiluna 1896—1897 og
landhelgissamninginn 1901. Um deilu þessa liafa ýmsir fjallað áður, en Gísli
Agúst Gunnlaugsson ítarlegast í sinni skilmerku ritgerð, sem birtist í Sögu
1980. Þar eru öll atvik deilunnar rakin eftir frumgögnum. Jón styðst mikið
við Söguritgerðina, en bætir þó ýmsu við, einkum að því er varðar hlut
Islendinga. Fyrir atbeina þeirra tvímenninganna munu öll kurl komin til
grafar, er snerta þessa deilu, og Ijóst orðið um hvað hún snerist og með
hvaða hætti.
Meðal þeirra, sem einkum komu þar við sögu, voru Magnús Stephensen
landshöfðingi og G. L. Atkinson, foringi yfir breskri flotadeild, sem var hér
við land sumarið 1896 og 1897. Samkomulag varð sumarið 1896, sem snerist
um leyfi togara að nota hafnir hér á landi og að þeir mættu fara siglinga-
leiðina milli Vestmannaeyja og lands og milli Reykjaness og Fuglaskerja
gegn því að botnvörpur væru búlkaðar. Hins vegar máttu botnvörpuskip ekki
veiða á ákveðnu svæði i Faxaflóa né valda skemmdum á veiðarfærum lands-
manna. Þá lofaði landshöfðingi því, ef samningurinn yrði haldinn, að 3, gr.
iaganna frá 1894 skyldi ekki beitt nema af ýtrustu varúð. Sá skilningur, sem
Jón hefur á ástæðunni, er rekur Magnús landshöfðingja til að gera þetta
samkomulag, er að mínu viti réttur.
Þótt í ljós kæmi síðla sumars 1896, að Bretar héldu ekki samkomulagið
má þó ekki dæma það gagnslaust varðandi framvindu deilunnar. Vafalaust
var nokkurs um vert, að Atkinson kynntist a£ eigin raun afstöðu landsmanna
til botnvörpuveiðanna og hvernig sarnbýli þessara tveggja þjóða var háttað
á hafinu. Þegar viðbrögð Magnúsar landshöfðingja eru ítarlega gaumgæfð
frá því hann byrjar að hafa afskipti af málum breskra togaramanna og þar
til sátt tókst milli enskra og danskra stjórnvalda með landhelgissamningnum
1901 verður ekki annað séð en hann hafi komist vel frá þeim vanda, sem á
hans herðar lagðist. Þeir, sem urðu fyrir þyngstum búsifjum, báru traust
til hans.
Þegar Atkinson var hér sumarið 1897 hreyfði hann mörgum kröfum af
hálfu Breta, er sumar voru ljósar, en aðrar dulbúnar. Brátt reyndi á, að
honum yrði ekkert ágengt. Þetta sumar var lagt fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp um bann við botnvörpuveiðum í landhelgi við ísland. Hin nýju
lög áttu að koma í stað hinna umþráttuðu laga frá 1894. Þegar Atkinson
varð þess vís að kröfum hans yrði ekki sinnt, sá hann sér leik á borði og
reyndi að hafa áhrif á Alþing varðandi stjórnarfrumvarpið. I því voru
sektir fyrir landhelgisbrot lækkaðar og ákvæði hinnar 3. greinar mjög mild-
uð. En tvær umtalsverðar breytingar gerði þingið á frumvarpinu. Önnur
fólst í upptöku allra veiðarfæra landhelgisbrjóta, en hin veitti togurum