Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 176
170 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
leyfi án takmarka að leita hafnar til að afla vista. Sýnt er, að Atkinson var
lausn þessi mjög umhuguð, og hét aftur á móti að fallist yrði á landhelgis-
línu í samræmi við Haag-samþykktina frá 1882 og Bretar afsöluffu sér þeim
rétti, sem þeir töldu sig hafa til að veiða á fjörðum og flóum. Ennfremur
bauð hann að togarar fiskuðu ekki nær Reykjavík en 8 mílur. En ef frum-
varpið yrði fellt hótaði hann að togarar veiddu upp að þriggja mílna mörk-
unum og til þess mundu þeir jafnvel njóta herverndar.
Alþingi samþykkti frumvarpið með fyrrgreindum breytingum og voru
lögin staðfest í apríl 1898. Lítill vafi er á að áhrifa Atkinsons gætti við
afgreiðslu málsins. Telja má, að með loforðum hans fyrir hönd Breta og
samþykkt þingsins hafi, eins og Jón bendir á, verið „lagður grundvöllur að
þeirri skipan landhelgismála, sem gilti hér við land í hálfa öld, þótt fullnað-
arsamningur yrði ekki gerður fyrr en 1901".
Síðan eru í þessum kafla raktar ítarlega viðræður Breta og Dana um að ná
sátt til frambúðar í landhelgisdeilunni. Þar er margt nýtt leitt í Ijós, sem
styður þá skoðun, að hlutur Dana hafi ekki verið eins bágur og löngum
hefur verið haft á orði. Þessi viðskipti Breta og Dana enduðu með landhelgis-
samningnum 1901, en hann kom til framkvæmda 1903. Samningurinn var
gerður án þess að bera hann undir Alþing. Þingmönnum var hins vegar
kunnugt um efni hans, en sáu ekki ástæðu til að mótmæla.
Bindingin, sem fólst í landhelgissamningnum, hlaut í framrás tímans að
ýta undir þá skoðun, að Danir hefðu verið hlunnfærðir og að þeir hefðu
kaupslagað með rétlindi íslendinga. En cins og Jón greiðir úr öllu þessu
rnáli er full ástæða til að fallast á niðurstöðu hans: „Þegar á allt er litið
verður ekki annað sagt en dönsk stjórnvöld hafi haldið skynsantlega á land-
helgismálinu um síðustu aldamót og bjargað því sem bjargað varð.“
í fimmta kafla ritsins er fjallað um veiðarfæri og veiðisvæði Breta. Þeir
smáfærðu út kvíar frá þvt að byrja við Austfirði, halda til suðurstrandar-
innar og inn í Faxaflóa 1895. Fjórum árum síðar vortt þeir byrjaðir veiðar
á Vestfjarðamiðum. í upphafi voru togararnir hér yfir sumarið, en úthalds-
tími þeirra lengdist brátt og 1902 er orðið algengt, að þeir séu hér allt árið.
Fyrir fyrri heimsstyrjöld eru veiðiferðir margra þeirra orðnar 12— 14 á ári.
Fjöldi skipanna er sagður 90 árið 1902 og þrem árum síðar um 150. — í þess-
um kafla er gerð grein fyrir heildarafla skipanna á árunum 1904—1916.
Fyrra árið er hann 2560 smálestir, en tíu árum síðar 130 þúsund smálestir.
Gerð er grein fyrir skiptingu aflans eftir tcgundum á fyrrnefndu tímabili.
í sjötta kafla er sagt frá landhelgisgæslunni, afskiptum hennar af togur-
unum, skipakostinum og hvert var hlutverk gæslunnar. Fjallað er um árang-
ur dönsku landhelgisgæslunnar, samvinnu hennar við landsmenn og fyrstu
tilraunir íslendinga til landhelgisgæslu. Viðskipti togaramanna við íslend-
inga eru ítarlega rakin, og vitanlega kemur „tröllafiskurinn" þar við sögu,
en svo nefndist fiskurinn, sem landsmenn ýmist keyptu eða fengu gefins
hjá Bretum. — í lokakafla dregur Jón saman í stórum dráttum efni ritsins
og stefnir þannig að niðurstöðu.