Skírnir - 01.01.1983, Page 188
182 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
ura innræti og aðferð smásagna: viss einstæð eða einföld álirif sem hver vel
gerð saga leitist við að hafa á lesanda sinn og mótist af því markmiði bæði
frásagnarefni og frásagnarháttur sögunnar. „Ef sjálf fyrsta setningin stuðlar
ekki að þvf að kalla fram þessi áhrif hefir höfundinum fatast fyrsta skref-
ið . . ."
Einföld eða einstæð áhrif? Það er engu líkara en lesa rnegi með tvennu
móti í málið hjá Poe. Orð hans þurfa ekki að fela annað né meira í sér en
tilmæli um ákveffið samræmi í efnisatriðum og formskipan hverrar gefinnar
sögu. Og mega þá þykja svo sem sjálfsögð af því hvað smásögur eru jafn-
affarlega stuttar. En líka má ráða af ummælum hans þá hugmynd að hver
góð saga miðli að réttu lagi með sér reynslu sem með einhverju móti sé
„einstæð" eða verði það allténd í meðförum sögunnar. Kenning Edgar
Allans Poe hefur að sögn haft mikil áhrif á hugmyndir manna um list og
íþrótt smásögunnar, þróun og framvindu smásagnagerðar alla tfð síðan
hún fyrst kom fram. Og ef til vill má rekja til hans kennisctningu þess efn-
is að affferð réttskapaðrar smásögu sé aðallega að gefa í skyn þar sem aftur
á móti skáldsaga segi fullum fetum það sem frásagnarverðast sé f hverri
sögu. Eftir slíkri kenningu væri þá smásagan sem slík, sjálft smásöguformið
með áherslu sinni á hið sérstaka og einstæffa, eftirsókn sem því fylgir
eftir yfirfærðri, myndrænni eða táknlegri málsmerkingu, frábitin því raun-
viti, rannsókn veruleika sem að sínu leyti auffkenndi frásöguform skákl-
sögu sem slikrar. Lífið sjálft og veruleikinn er sem kunnugt er hvorki tákn-
fært eða dæmigert.
Það er víst og satt að margar góðar smásögur snúast beint eða óbeint um
eitthvað sem vel má kalla „einstæða reynslu". Einatt fela slíkar sögur í
sér einhverskonar yfirþyrmingu persónu eða lesanda, birta með einhverju
móti afhjúpun einstaklings eða manngerðar, eða þær lýsa atvikum sem með
sínu móti bregða birtu yfir ævi og örlög manns eða umhverfi og aldarfar.
En þótt þessi eða þvflfk aðferð sé rétt greind í ýmsum góðum sögum, og
geymi þar með hentuga formúlu fyrir smásögum, er ekki þar fyrir heimilt
að gera úr henni algilda formsreglu, hvað þá sérkenni sérstakrar bókmennta-
greinar. Ætli lesandi muni ekki líka, hvaff sem skáldsögum líður, brátt
eftir mörgum góðum smásögum sem alls ekki auffkennast af slfkri tákn-
legri eða myndrænni málsbrúkun heldur ber að laka þær bókstaflega. Sem
segja upp heilar sögur og ekkert nema þær.
Endakann þettaað vera tómtmálum að tala. Smásögur eru fyrir víst, ásamt
skáldsögum, önnur höfuðgrein epfskra bókmennta síðan á 19du öld. Ætli
verffi ekki leit að skilgreiningu sem í stuttu ntáli lýsi aðalauðkennum skáld-
sögunnar sem slikrar? Eins og skáldsögur eru smásögur fjölskrúðug skáld-
skapargrein, og má sjálfsagt greina þær sundur sín í milli og skipa saman
á ný í margar deildir eða flokka eftir efnivið og aðferðum þeirra, ef
endilega þarf aff hafa röð og reglu á öllum hlutum. Skilgreining svo marg-
breyttrar bókmenntategundar verður varla nokkurntima nema nafnið tórnt,