Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1983, Side 189

Skírnir - 01.01.1983, Side 189
SKÍRNIR RITDÓMAR 183 kemur í besta falli orðum að augljósustu sameiginlegu auðkennum allrar greinarinnar. Smásögur þekkjum við aðallega frá skáldsögum á því hvað þær eru miklu styttri. Ef skáldsaga er frásögn í sundurlausu máli af ímynd- uðu fólki, atburðum, umhverfi sem jafnan fyllir heila bók, nægir þá ekki að segja um smásögur að þær séu samskonar ímyndaðar eða tilbúnar frá- sagnir og þurfi jafnan nokkrar saman til að fylla bók? Aðrar eru stuttar, hinar langar. Og breytir engu um það þótt einnig séu til sögur sem fara bil beggja, skáldsögu og smásögu, og eiga ekki einu sinni sérstakt heiti á ís- lensku, en við köllum eftir atvikum stuttar skáldsögur eða langar smásögur. Upphaf nútíma-sagnagerðar á íslensku er jafnan rakið til rómantískra höfunda á öldinni sem leið, Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Thoroddsen. Um Grasaferð Jónasar er einatt sagt að hún sé fyrsta réttnefnda smásaga á íslensku — og breytir engu um það þótt áhrifa eða eftirdæmis hennar gæti einkum í skáldsögum. Hitt er miklu fátíðara að sýnt sé fram á það hvers vegna eðlilegra eða nærtækara sé að lesa Grasaferð sem sjálfstæða sögu frek- ar en upphaf eða þátt ólokinnar frásagnar eins og félagar Jónasar töldu við frumprentun hennar í Fjölni. I formálanunt fyrir íslenskum smásögum les Kristján Karlsson Grasa- ferð saman við forskriftina frá Poe um ein áhrif sögu: „Bygging sögunn- ar er fólgin í samleik óskyldra afla; annarsvegar er sumardýrðin, hins veg- ar og miklu meira álengdar harmleikur og ógn,“ segir hann. „Oryggið sigr- ar og sumardýrðin ríkir ein í svipinn þegar sögunni lýkur." Það er nú engin ástæða til að andæfa þessum skilningi, öðru nær. En spyrja má hvort nokkuð vinnist með því að lesa með þessu móti sálfræðilegt meginefni eða skilning máls I söguna. Til að sjá virðist efni hinnar óloknu ferðasögu svo einkar margbreytt, opið og óráðið, ýmiskonar þjóðháttaefni og vísir eða drög til samfélagslýsingar ásamt kvæðunum í sögunni og samræðu þeirra systkina á fjallinu. Eða gengur kannski allt efnið, ef að er gáð, upp í for- múlu ógnar og dýrðar? Þá stendur ókunni maðurinn á fjallsbrúninni í sögulokin sem myndrænt ígildi aðsteðjandi voða og leiðir í ljós dulda merk- ingu alls þess sem áður er fram komið í sögunni og skipar því upp í nýtt samhengi: vitund sögumanns, undir niðri, um það hve tæpt standi hinn óhulti heimur bernskunnar sem hann annars var að lýsa. Þessi lestrarmáti kann að skýra betur en ella áhrifamátt Grasaferðar, en breytir auðvitað engu sem máli skiptir um hana. Eftir sem áður stend- ur Grasaferð sem upphaf klassískrar sveitalífslýsingar á íslensku. Og þann- ig hefur hún orkað síðan, í öðrum sögitm, sjálfri hinni epísku og raunsæis- legu frásagnarhefð. í öllu falli er þegar af Grasaferð ljóst hve náið er með báðum þáttum sagnagerðar, skáldsögu og smásögu við upphaf þeirra á ís- lensku. Um þróun og framvindu smásagna frá því á öldinni sem leið og fram á þessa, og íslenska smásagnagerð sér í lagi, segir Kristján Karlsson ennfremur í formálanum:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.