Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1983, Side 192

Skírnir - 01.01.1983, Side 192
186 SICÍRNIR ÓLAFUR JÓNSSON þekkja til smásagna fyrir en vilja kynna sér og læra að meta sögur og höf- unda. Fer varla hjá því að safnið verði í og með lesið sem söguleg úttekt smásagna, yfirlit heillar bókmenntagreinar í hundrað ár. Og þá koma til tvö aðal-sjónarmið á efnið, og má kalla annað krítiskt: safnið þarf svo vel sé að geyma úrval hinna bestu sagna, eftir liverri þeirri kreddu eða kennisetningu sem menn kunna að aðhyllast um list og íþrótt, eðli og að- ferðir smásögunnar. Og sögulegt sjónarmið má heita sjálfgefið í efnisval- inu: safn sem þetta á að rúma sem fjölbreyttust sýnisdæmi sem flestra þeirra höfunda sem einkum og sér í lagi hafa lagt fyrir sig smásagnagerð. Þar virðist raunar tilvalið að prófa og láta reyna á hugmyndina um smásöguna sem sjálfstætt skáldskaparform, sérstaka bókmenntagrein, aðgreinda frá og í eðli sínu óháða annarri skáldsagnagerð. Er nokkur hæfa í slíkum hugmyndum? Ekki þarf svo að vera, og ekki virðist Kristján Karlsson telja það, sem varla er von eftir kenningu hans í formálanum um ríkjandi raunsæisstefnu sagnagerðar og margvíslega ann- marka og takmarkanir sem af henni leiði í íslenskum smásögum upp og ofan. Af slíkri vantrú kann að stafa fyrirvari hans í formála þriðja bindis: „Einn ósýnilegur en áríðandi tilgangur safnsins er vitaskuld að prófa hvort þessar sögur geti lifað frjálsu lífi: þær eru ekki valdar sem bókmenntasögu- leg dæmi. Sú óbeina gagnrýni sem er fólgin í valinu sjálfu og sú takmark- aða bókmenntasaga sem ef til vill má lesa útúr safninu sem heild er auka- geta,“ segir hann. Þennan fyrirvara er skylt að virða, enda sumpart sjálf- sagt mál: auðvitað kemur skáldskapurinn sjálfur fyrst og á undan hverj- um þeim kennisetningum sem menn kunna að skemmta sér við að reisa á skáldskap. Hitt er jafnljóst fyrir því að einhverjar viðmiðanir hljóta að ráða sagnavalinu, ósjálfrátt ef ekki sjálfrátt, og þar með bæði formleg og söguleg sjónarmið; þau koma ef ekki annarstaðar fram í smekk ritstjórans (og Þorsteins Gylfasonar sem hefur valið með honum efnið í þriðja bindi) á það hvað séu nógu góðar sögur til að eiga heima í safni sem þessu. Hverjar eigi ein og ein eða allar í senn von um „frjálst líf“ úti á rneðal lesenda eins og þær standa á bókinni, óstuddar af hverslags kennisetningum. Fljótt á litið kann aðalreglan um efnisval í íslenskar smásögur að mið- ast við sem mesta fjölbreytni efnisins — í vali höfunda ef ekki sagnavalinu sjálfu. Brátt koma upp höfundar scm ekki hafa í neinum verulegum mæli fengist né hingað til verið orðaðir sérstaklega við smásagnagerð, þótt merk- ismenn séu í öðruni greinum bókmennta, svo sem Stephan G. Stephansson, Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Kamban í fyrsta bindi þess, Krist- ján Albertsson í öðru en Steinn Steinarr í þriðja; eða þá höfundar sem vissu- lega hafa gripið í smásagnagerð um eitthvert skeið ævinnar en annars ekki fengist né verið orðaðir við bókmenntir eða sögur þeirra vakið á sér eftirtekt fyrr en þá við samantekt þessa safns: Indriði Indriðason, Hjörtur Halldórs- son, Steindór Sigurðsson i öðru, Kristín Geirsdóttir, Steingrímur Sigurðsson í þriðja bindi; eða þá höfundar sem smásögur hafa ekki verið nema lítils- háttar aukageta með annarskonar ritstörfum þeirra, Hannes Sigfússon, Matt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.