Skírnir - 01.01.1983, Síða 192
186
SICÍRNIR
ÓLAFUR JÓNSSON
þekkja til smásagna fyrir en vilja kynna sér og læra að meta sögur og höf-
unda. Fer varla hjá því að safnið verði í og með lesið sem söguleg úttekt
smásagna, yfirlit heillar bókmenntagreinar í hundrað ár. Og þá koma til
tvö aðal-sjónarmið á efnið, og má kalla annað krítiskt: safnið þarf svo
vel sé að geyma úrval hinna bestu sagna, eftir liverri þeirri kreddu eða
kennisetningu sem menn kunna að aðhyllast um list og íþrótt, eðli og að-
ferðir smásögunnar. Og sögulegt sjónarmið má heita sjálfgefið í efnisval-
inu: safn sem þetta á að rúma sem fjölbreyttust sýnisdæmi sem flestra þeirra
höfunda sem einkum og sér í lagi hafa lagt fyrir sig smásagnagerð. Þar
virðist raunar tilvalið að prófa og láta reyna á hugmyndina um smásöguna
sem sjálfstætt skáldskaparform, sérstaka bókmenntagrein, aðgreinda frá og í
eðli sínu óháða annarri skáldsagnagerð.
Er nokkur hæfa í slíkum hugmyndum? Ekki þarf svo að vera, og ekki
virðist Kristján Karlsson telja það, sem varla er von eftir kenningu hans
í formálanum um ríkjandi raunsæisstefnu sagnagerðar og margvíslega ann-
marka og takmarkanir sem af henni leiði í íslenskum smásögum upp og
ofan. Af slíkri vantrú kann að stafa fyrirvari hans í formála þriðja bindis:
„Einn ósýnilegur en áríðandi tilgangur safnsins er vitaskuld að prófa hvort
þessar sögur geti lifað frjálsu lífi: þær eru ekki valdar sem bókmenntasögu-
leg dæmi. Sú óbeina gagnrýni sem er fólgin í valinu sjálfu og sú takmark-
aða bókmenntasaga sem ef til vill má lesa útúr safninu sem heild er auka-
geta,“ segir hann. Þennan fyrirvara er skylt að virða, enda sumpart sjálf-
sagt mál: auðvitað kemur skáldskapurinn sjálfur fyrst og á undan hverj-
um þeim kennisetningum sem menn kunna að skemmta sér við að reisa
á skáldskap. Hitt er jafnljóst fyrir því að einhverjar viðmiðanir hljóta að
ráða sagnavalinu, ósjálfrátt ef ekki sjálfrátt, og þar með bæði formleg og
söguleg sjónarmið; þau koma ef ekki annarstaðar fram í smekk ritstjórans
(og Þorsteins Gylfasonar sem hefur valið með honum efnið í þriðja bindi)
á það hvað séu nógu góðar sögur til að eiga heima í safni sem þessu. Hverjar
eigi ein og ein eða allar í senn von um „frjálst líf“ úti á rneðal lesenda
eins og þær standa á bókinni, óstuddar af hverslags kennisetningum.
Fljótt á litið kann aðalreglan um efnisval í íslenskar smásögur að mið-
ast við sem mesta fjölbreytni efnisins — í vali höfunda ef ekki sagnavalinu
sjálfu. Brátt koma upp höfundar scm ekki hafa í neinum verulegum mæli
fengist né hingað til verið orðaðir sérstaklega við smásagnagerð, þótt merk-
ismenn séu í öðruni greinum bókmennta, svo sem Stephan G. Stephansson,
Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Kamban í fyrsta bindi þess, Krist-
ján Albertsson í öðru en Steinn Steinarr í þriðja; eða þá höfundar sem vissu-
lega hafa gripið í smásagnagerð um eitthvert skeið ævinnar en annars ekki
fengist né verið orðaðir við bókmenntir eða sögur þeirra vakið á sér eftirtekt
fyrr en þá við samantekt þessa safns: Indriði Indriðason, Hjörtur Halldórs-
son, Steindór Sigurðsson i öðru, Kristín Geirsdóttir, Steingrímur Sigurðsson
í þriðja bindi; eða þá höfundar sem smásögur hafa ekki verið nema lítils-
háttar aukageta með annarskonar ritstörfum þeirra, Hannes Sigfússon, Matt-