Skírnir - 01.01.1986, Page 11
SKÍRNIR
JÓN HELGASON
7
Árnasafns, svo fyrirferðarmikil sem þau eru og svo víða sem þau
koma við sögu íslenskra fræða. En um þennan mesta skriffinn ís-
lenskrar bókmenntasögu samdi Jón Helgason doktorsrit sitt sem
áður var getið. Sú bók er ótrúlegt eljuverk, þar sem Jón setti sér
að athuga allan þann mýgrút handrita sem Grunnavíkur-Jón hef-
ur eftir sig látið. Enda þótt æði margt af því sé lítils virði, sumt
raunar tóm endileysa, er þar mikill og margvíslegur fróðleikur
saman kominn, sem ekki er annarstaðar að hafa, og orðabókin
ein er stórvirki sem dugir til þess að halda nafni Jóns frá Grunna-
vík á lofti. En með bók sinni skipaði Jón Helgason nafna sínum
þann sess sem honum ber í sögu íslenskra fræða og gerði öðrum
kleift að átta sig á því hvað af ritum hans má enn koma mönnum
að notum.
Árið 1928 kom út bók Jóns Helgasonar, Hrappseyjarprent-
smiðja, sem er ekki aðeins bókfræðilegt yfirlit, heldur er þar
margvíslegur annar fróðleikur um sögu prentsmiðjunnar og
þeirra sem að henni stóðu, svo og greinargerð um réttritun bók-
anna og þá viðleitni til samræmingar á henni sem þar var uppi
höfð.
Á næstu áratugum birti Jón tvær bækur um fornnorræna bók-
menntasögu: Norrpn litteraturhistorie (1934), sem var kennslu-
bók handa háskólastúdentum, og Norges og Islands digtning
(1953) í ritsafninu Nordisk Kultur VIIIB, sem er ennþá eitt grein-
arbesta yfirlit um það efni. Bæði þessi rit voru samin í tengslum
við háskólakennslu Jóns, en hafa komið mörgum öðrum en stú-
dentum að góðu haldi.
Þegar kom fram um 1930 fór hugur Jóns æ meir að beinast að
útgáfustarfsemi, enda var honum ljóst að þar var þörfin brýnust:
að skapa þá undirstöðu sem rannsóknir á máli og bókmenntum
yrðu að byggjast á. En einnig á þessu sviði má rekja upphafið aft-
ur til stúdentsáranna.
Haustið 1917 kom til Hafnar norskur prófessor, Oscar Albert
Johnsen, til þess að undirbúa útgáfu á Ólafs sögu helga eftir
Snorra Sturluson, en sú saga er bæði löng og varðveitt í miklum
fjölda handrita. Johnsen leitaði hófanna hjá Finni Jónssyni um að
fá íslenskan aðstoðarmann til að bera saman handrit, og Finnur
benti á Jón Helgason, enda þótt hann hefði þá aðeins verið eitt ár