Skírnir - 01.01.1986, Page 13
SKÍRNIR
JÓN HELGASON
9
allt tiltækt efni úr eiginhandarritum og uppskriftum af kvæðum
Bjarna og gerð grein fyrir öllu sem varðar geymd kvæðanna.
Óhætt er að segja að þetta er eina krítíska útgáfan af verkum ís-
lensks skálds frá síðari tímum sem stenst fyllilega ýtrustu kröfur
um að efnið sé tæmt með fullri vandvirkni. Ævisögu Bjarna samdi
Jón og lét fylgja útgáfunni. Síðar gaf hann út bréf Bjarna sem
hann hafði stuðst mjög við í ævisögunni: Bjarni Thorarensen,
Bréfl (1943), en síðara bindið er nú í prentun og kemur út á þessu
ári. Að skýringum við það vann Jón síðasta árið sem hann lifði.
Enn gaf hann út á stríðsárunum Úr bréfabókum Brynjólfs biskups
Sveinssonar (1942), úrval úr hinum stórmerku bréfabókum
biskups.
Loks skal nefnt að Jón samdi innganga að þremur ljósprentun-
um handrita í safni Munksgárds, Corpus codicum Islandicorum
medii aevi, en þær eru : VI (Morkinskinna, 1934), XV (Ólafs saga
helga, 1942) og XIX bd. (Byskupa sggur, 1938), svo og að ljós-
prentunum á Passio (1936) og Gronlandíu Arngríms lærða (1942)
í Monumenta typographica Islandica IV og VI.
Á þessum árum sem nú hefur verið rætt um voru útgáfur þeirra
rita sem Jón Helgason hafði með höndum langflestar á snærum
útgáfufélaga og Árnanefndar. Hið íslenska fræðafélag í Kaup-
mannahöfn, sem er arftaki Hafnardeildar Hins íslenska bók-
menntafélags, gaf út bæði frumsamin rit hans og útgáfur á ritum
frá síðari öldum. Samfund til udgivelse af gammel nordisk litte-
ratur, sem íslendingar kölluðu Magra félagið, gaf út Heiðreks
sögu, og á þess vegum gaf Jón síðar út Hákonar sögu ívarssonar
(1952) og Handskriftet AM 445 c, I, 4to (1956). Árnanefnd gaf út
íslenzk miðaldakvœði, því að enn hafði hún nokkrar tekjur af
sjóði Árna Magnússonar. Um opinber framlög til útgáfustarfsemi
var ekki að ræða, og þeir útgáfuaðilar sem nefndir voru höfðu all-
ir þröng fjárráð og greiðslur fyrir vinnu voru skornar við nögl. Jón
komst snemma í stjórn þessara félaga, var kosinn í Árnanefnd
1936, var forseti Fræðafélagsins frá 1934 til æviloka og um áratuga
skeið formaður Magra félagsins. En af því leiddi að hann hafði
líka umsjá með útgáfum annarra manna á vegum þessara félaga.
Öll vinnuskilyrði og aðstæður til útgáfustarfsemi voru á þessum
árum næsta frumstæð sé miðað við það sem síðar varð. Árnasafn