Skírnir - 01.01.1986, Page 14
10
JAKOB BENEDIKTSSON
SKÍRNIR
hafði ekki einu sinni sérstakt herbergi í Háskólabókasafninu
danska fyrr en undir lok fjórða áratugarins, þegar raunvísinda-
deild safnsins var flutt í nýtt húsnæði. Þangað til sátu þeir Jón
Helgason og Finnur Jónsson lengstum við eitt borð í bás milli
hilluraðanna sem geymdu handritin, og eftir lát Finns (1934) gat
einn og einn maður í senn fengið að sitja þar um stundar sakir. En
aðstoðarmenn við útgáfur sínar hafði Jón enga fyrr en iöngu
síðar. Allur tæknibúnaðurinn var ein forgömul ritvél, sem Jón
sagði síðar forvitnum gestum að væri ritvél Árna Magnússonar.
Seint á fjórða áratugnum var Árnanefnd endurskipulögð og
danska ríkið veitti henni nokkurt fé til útgáfustarfsemi frá árinu
1939. Verulegur hluti þess rann til undirbúnings orðabókar um ís-
lenskt miðaldamál, en jafnframt var þó efnt til útgáfu á ritröðinni
Bibliotheca Arnamagnœana þar sem birta skyldi rannsóknir og
útgáfur varðandi íslensk fræði og norræn. Af þessari ritröð hafa
síðan 1941 komið út 43 bindi, en Jón var ritstjóri hennar frá upp-
hafi, árin 1976-83 þó ásamt Jonnu Louis-Jensen, eftirmanni sín-
um í prófessorsembætti, og Peter Springborg, starfsmanni Árna-
stofnunar. Fyrsta bindið, Háttalykil hinn forna gaf Jón út ásamt
Anne Holtsmark (1941) og síðar tvær ritgerðir eftir Skúla land-
fógeta Magnússon (IV-V bd., 1944). Eftir að umsvif Árnastofn-
unar fóru að vaxa voru gefin út í þessari ritröð sjö bindi af rit-
gerðasöfnum (Opuscula) margra höfunda, en í þeim átti Jón
drýgstan þátt, marga tugi ritgerða, og enn er efni frá hans hendi í
prentun í VIII bindi af Opuscula.
Á stríðsárunum voru handrit Árnasafns flutt í öruggari
geymslu og sama átti við um meginið af handritum Konunglega
bókasafnsins. Af þeim sökum röskuðust ýmsar fyrirætlanir Jóns
um útgáfustarfsemi, og breytt viðhorf eftir stríðið ollu því að
hann efndi upp á nýjan stofn á ýmsum sviðum. Fræðafélagið
komst í svolitlar álnir, þar sem bækur þess seldust nær því upp að
stríði loknu, og gat því staðið undir nokkurri bókaútgáfu. Jón
stofnaði þá nýja ritröð á vegum félagsins, íslenzk rit síðari alda,
en í henni hafa síðan 1948 komið út níu bindi, og sex þeirra gaf
hann út sjálfur: Ármanns rímur (1948), Ludvig Holberg, Nikulás
Klím, íslenzk þýðing eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík (1948),
Móðars rímur og Móðars þáttur (1950) og Gamall kveðskapur