Skírnir - 01.01.1986, Page 16
12
JAKOB BENEDIKTSSON
SKÍRNIR
gáfustofnun og tekin upp á dönsk fjárlög. Árið eftir fékk hún
rýmra húsnæði í Proviantgárden, gömlum húsakynnum flotans
rétt hjá Konunglega bókasafninu, en þar var hún til ársins 1974,
þegar hún var flutt í nýtt og betra húsnæði í nýbyggingu Háskól-
ans í Njalsgade. í fyrstu voru þó engar fastar stöður við stofnun-
ina, en Jón ól þar upp hóp ungra nemenda sinna sem smám saman
fengu þar fastar stöður og tóku að sér sjálfstæð verkefni í rann-
sóknum og útgáfum. Auk þess sátu þar ungir fræðimenn frá ís-
landi og mörgum þjóðlöndum öðrum og nutu handleiðslu Jóns
við rannsóknir og útgáfu texta. Jón Helgason varð þannig beint
og óbeint lærifaðir allra fastra starfsmanna Árnastofnunar bæði í
Kaupmannahöfn og Reykjavík, auk margra annarra víða um
lönd. Áhrifa hans á sviði norrænnar textafræði hefur því gætt víð-
ar en nokkurs annars fyrr og síðar.
En Jón lét ekki við það sitja að sinna nemendum sínum og sam-
starfsmönnum, lesa yfir verk þeirra og lagfæra, enda þótt hann
eyddi til þess miklum tíma og starfsorku. Hann kom á fót nýrri rit-
röð af textaútgáfum, Editiones Arnamagnœanœ, þar sem birtar
voru útgáfur unnar á stofnuninni. í þessari ritröð hafa síðan 1958
komið út 38 bindi, en níu þeirra gaf Jón út sjálfur, auk Byskupa
sagna, sem áður voru nefndar, íslenzk fornkvæði í átta bindum
(1962-81). Það er undirstöðuútgáfa allra þessara kvæða, reist á
ýtarlegum handritarannsóknum, allt til uppskrifta og hljóðritana
frá þessari öld. Þessi útgáfa hefur þegar reynst traustur grundvöll-
ur undir frekari rannsóknir á þessari grein íslenskra bókmennta.
Aðrir útgefendur í þessari ritröð hafa ekki aðeins verið íslend-
ingar og Danir heldur og menn af öðrum þjóðum, sem unnið hafa
að útgáfum í Árnastofnun. Óhætt er að fullyrða að Jón hefur ver-
ið öllum þessum útgefendum betri en enginn bæði með haldgóð-
um ráðum og beinni aðstoð.
En eins og löngum fyrr hafði Jón Helgason fleiri járn í eldinum.
Með bættri ljósmyndatækni varð hægara en áður að taka myndir
af handritum, og myndir gátu nú orðið mannsauganu fremri eftir
að farið var að nota útfjólubláa lýsingu, en Jón var brautryðjandi
í því að notfæra sér þá tækni við lestur og ljósmyndun handrita. í
útgáfu ljósprentana var hún fyrst notuð í ritröðinni Manuscripta
Islandica sem forlag Munksgárds gaf út í sjö bindum á árunum