Skírnir - 01.01.1986, Page 18
14
JAKOB BENEDIKTSSON
SKÍRNIR
feril textans, réttritun og önnur sérkenni hvers handrits og hvað
af þeim mátti læra um það umhverfi sem þau eru úr sprottin. Allt
þetta verður ekki gert nema með mikilli yfirlegu og smásmygli,
eða eins og Jón hefur sjálfur komist að orði:
Því er ekki að leyna að fáfróðum mönnum og skilningslitlum mun oft þykja
smásmygli textafræðinga næsta þarflítil, og dugir ekki um það að sakast. Þar
er ekki öðru til að svara en því, að sá sem ekki gætir fullrar nákvæmni í smáu,
mun fyrr en varir reynast ótraustur í stóru. Sá sem segði við sjálfan sig: ‘þetta
er lítilvægt og þessvegna hirði ég ekki um að vera vandvirkur’, hefur ekki öðl-
azt hinn rétta anda til svona verka. (Handritaspjall 108-9).
Þessi sjónarmið stóð Jón Helgason við til æviloka og þau brýndi
hann látlaust fyrir nemendum sínum og samstarfsmönnum. Um
þau eru verk hans sjálfs óræk vitni, og þeirra munu lengi sjást
merki í verkum þeirra sem lært hafa vinnubrögð sín undir hand-
leiðslu hans.
Hér að framan hafa verið talin öll helstu rit Jóns Helgasonar
sem telja verður til beinharðrar fræðimennsku, og hefur þó
naumast verið minnst á þann hafsjó ritgerða sem hann lét eftir sig,
en um þær verður að vísa til ritaskrár hans, Jón Helgason. Biblio-
grafi 1919-1969, sem Agnete Loth tók saman þegar Jón varð sjö-
tugur, en tíu árum síðar var birt viðbót í Opuscula VII.
En Jón fékkst við fleira en strangfræðilegar rannsóknir. Hon-
um var ekki síður lagið að gera almenningi grein fyrir fræðum sín-
um á ljósan og skilmerkilegan hátt. Til marks um það eru þær
bækur hans sem ætlaðar voru almennum lesendum, Handrita-
spjall (1958) og Edduskýringar hans, Tvær kviður fornar (1962)
og Kviður af Gotum og Húnum (1966). í þeim öllum fer saman
fróðleikur sem hvergi hvikar frá fræðilegum grundvelli og sú
íþrótt í framsetningu sem fáum hefur verið lagin, laus við allan
lærdómsbelging og uppljómuð af áhuga á efninu. Hann var af-
burða fyrirlesari og ræðumaður, eins og þeir vita sem á hann
hlustuðu, en úrval úr íslenskum ræðum hans og ritgerðum var
gefið út á sextugsafmæli hans, Ritgerðakorn og rœðustúfar
(1959). Sumt af því var samið á stríðsárunum, þegar Jón var lífið
og sálin í félagslífi íslendinga í Kaupmannahöfn. Hann átti upp-