Skírnir - 01.01.1986, Page 28
24
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
Tíminn sem hann lifði á var því í hans augum fremur í ætt við
haust eða síðdegisstund en vormorgun, og kemur það m. a. fram
í þeim frægu orðum hans, að ugla Mínervu, vizkugyðjunnar, fari
þá fyrst á kreik er kvölda tekur.
En nú er ekki víst að allir, hvortheldur þeir eru samtíðarmenn Heg-
els eða eftirkomendur, séu honum sama sinnis um þetta efni, því
í augum flestra ber tíminn sem hann lifði á meiri merki grósku en
hnignunar, umbrota og leysinga en stöðnunar og stirðnunar. í
heimalandi Hegels kemur þessi gróska fram í andlegu lífi og
sköpun sem er einstök í sinni röð, einkum í skáldskap, heimspeki
og tónlist, og þetta er tími sem einkennist af hugsjónastefnu og
frelsisþrá og er jafnt sveipaður klassískri birtu sem þrunginn róm-
antískri dulúð. í grannlandinu Frakklandi kemur hinsvegar sama
gróska fram um þessar mundir á sviði stjórnmálanna og á verald-
legri hátt, því byltingin mikla gengur yfir, þegar Hegel er um
tvítugt, svo það hriktir í stoðum þess þjóðfélags sem fyrir er um
gervalla Evrópu, og hún veldur róti í öllu andlegu lífi, enda hefur
einhver sagt að sú bylting sem átti sér stað í Frakklandi í þjóðfé-
laginu hafi orðið í Þýzkalandi í heimspekinni. Og Hegel var vissu-
Iega einn þeirra sem fögnuðu byltingunni og þeim breytingum á
stjórnarfari sem hún boðaði í hans augum um alla Evrópu. Hann
dáði Napóleon, og þegar hann sá hann eitt sinn með eigin augum
í Jena, þótti honum sem hann sæi þar „sál heimsins“ (die Welt-
seele) sjálfa á hestbaki, enda taldi hann sögulegt hlutverk Napó-
leons hliðstætt sínu eigin í heimspekinni, sem sé það að vera arf-
taki byltingarinnar og andsvar við henni í senn.
Hegel gerði sér vel grein fyrir því að gróska heimspekinnar um
hans daga var ekki af engu til komin heldur sprottin af brýnni þörf
tímans, og þessa þörf skilgreinir hann nánar í einu af fyrri ritum
sínum á svohljóðandi hátt: „Þegar sameiningarmátturinn hverfur
úr lífi manna og andstæðurnar hafa glatað öllum lifandi tengslum
og gagnvirkni og öðlast sjálfstæði, þá sprettur þörfin fyrir heim-
speki.“ (Differenz des Fichteschen und Schellingschen Systems,
bls. 14 í Meiner-útgáfunni). Þessi orð lýsa ekki einungis þeim
jarðvegi sem heimspeki Hegels sprettur úr heldur og þeirri meg-
instefnu sem hann tekur, sem sé þeirri að leitast við að gera grein