Skírnir - 01.01.1986, Page 35
SKÍRNIR
MÓTSÖGN OG MIÐLUN
31
og lýsa. En Hegel bendir á að því almennari og yfirgripsmeiri sem
náttúrulögmálin eru, þeim mun meir fjarlægist þau þann ytri
veruleika og sérstöku tilvik sem þau eiga að lýsa eða útskýra, og
Hegel telur því, að þau lýsi aðallega skilningnum sjálfum og
starfsháttum hans, svo sem þegar einföld hreyfing er ákvörðuð
með tilliti til margra ólíkra þátta eins og hraða, vegalengdar, tíma
eða rúms, og þegar rafstraumi er lýst með hugtökunum „pósitív-
ur“ og „negatívur“ sem í rauninni eru rökfræðileghugtök. Þyngd-
arlögmálið er í augum Hegels lögmál um lögmál, sprottið af þörf
skilningsins til að sjá eitt í öllu, fremur en að það segi mikið um
eða skýri ákveðin föll á himni eða jörðu. Þannig er þá skilningur-
inn, þegar hann flettir hulunni af hlutunum til að skoða þeirra
innsta eðli, í rauninni að skoða það sem hann hefur lagt þangað
sjálfur, sitt eigið eðli.
Fram að þessu höfum við skoðað vitundina sem hlutvitund,
(Bewusstsein) þ. e. vitund er beinist að einhverju sem hún telur
utan sín sjálfrar, en í viðleitni sinni til að skilja þennan ytri veru-
leika uppgötvar hún æ meir sjálfa sig að verki í glímu við mót-
sagnir hans og beinist nú að sjálfri sér og verður sjálfsvitund
(Selbstbewusstsein), sem er yfirskrift næsta megináfanga í Fyrir-
brigðafrœði andans. Vitund um hluti er að vísu alltaf að einhverju
leyti sjálfsvitund, þ. e. mín vitund um þá eða vitund um vitund
mína um hið ytra eða einhverskonar endurspeglun hennar. En
eiginleg vitund um sjálfan mig sem afmarkaðan einstakling þróast
þó ekki nema í tengslum við eða andspænis annarri samskonar
vitund utan mín, eða svo vitnað sé í orð skáldsins: „Maðurinn
einn er ei nema hálfur“, en hann verður fyrst hann sjálfur með
öðrum, því önnur vitund, annar einstaklingur utan mín verður
mér mælikvarði og viðmiðun í öllu því sem ég geri, þar sem ég
miða mína breytni jafnan við breytni hans og legg mína eigin vit-
und í vissum skilningi inn í hann. En afstaða mín til hins ytra felst
ekki eingöngu í því að vera áhorfandi heldur í því að gera það háð
mér á einhvern hátt, ná valdi yfir því eða jafnvel að samsama það
sjálfum mér, en þar sem önnur sjálfstæð vitund á í hlut kemur
þessi þrá mín fram í því að ég vil öðlast viðurkenningu þessarar
vitundar. Gagnkvæm viðurkenning allra væri því einhverskonar