Skírnir - 01.01.1986, Page 36
32
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
lokatakmark í samleik vitundanna, en hún getur ekki orðið fyrr
en á því stigi andans er bræðralag og jöfnuður ríkir og það sem
skiptist í „ég“ og „þú“ skilur sjálft sig sem „við“ eða „okkur“.
En á þessu fyrsta stigi málsins skoðum við samskipti sem ein-
kennast af ójöfnuði, togstreitu og einangrun vitunda hverrar frá
annarri, en það er í ótilteknu þjóðfélagi sem markast af samband-
inu húsbóndi og þræll. Þetta samband hefur komizt á að undan-
gengnu stríði, þar sem báðir hættu lífi sínu, og sá sem sigraði
verður húsbóndi en hinn þræll. Með því að hætta lífi sínu hafa
báðir aðilar öðlast visst sjálfstæði og sjálfsvirðingu sem þrællinn
þó afsalar sér, þegar hann kýs þrældóminn fremur en dauða, og
sambandið einkennist eftir það af því að vitundir þeirra þróast
hvor í sína átt: húsbóndinn einangrast, í fyrsta lagi frá hlutheim-
inum, þar sem þrællinn er ávallt milliliður milli hans og hlutanna
og færir honum þá tilbúna til neyzlu, og einnig frá þrælnum, því
viðurkenning þræls sem hann viðurkennir ekki sjálfur er honum
einskis virði. Þrællinn öðlast hinsvegar sína sjálfsvitund í stöðug-
um ótta og í vinnu sinni, þar sem hann mótar hlutina eftir sjálfum
sér í því sem hann framleiðir. En þessar aðstæður sem hér er lýst
birtast einnig í ákveðnum heimspekilegum lífsviðhorfum frá
seinni hluta fornaldar sem Hegel tekur til meðferðar, en það eru
Stóuspekin og „skeptisisminn" eða efahyggjan forna, því báðar
eiga það sameiginlegt að taka neikvæða afstöðu til alls hins ytra
og stefna að því að gera vitund sína sem óháðasta því. Þetta gerir
Stóuspekin á hlutlausari hátt með því að líta á hið ytra sem sér
framandi og óviðkomandi, þar sem það sé ekki á mannsins valdi,
og leiða það hjá sér en sækjast eftir innra frelsi, með því að sigrást
á löngunum sínum og tilfinningum, og jafnframt eftir dygð sem
felst þá í því að láta ekkert hagga sér, þ. e. neikvæðu frelsi og
óvirkri dygð. Enn neikvæðari afstöðu til hins ytra tekur efa-
hyggjumaðurinn sem afneitar gildi hins skynjanlega heims og vill
hreykja sér þannig yfir hann í kærulausri geðró sem heimspeking-
ur, þótt hann hinsvegar neyðist sem lifandi einstaklingur til að lifa
og hrærast í þessum sama heimi.
Þessar stefnur fela því í sér tvískinnungshátt og mótsagnir sem
skjóta upp kollinum aftur í annarri mynd síðar meir í hinni svo-
nefndu „vansælu vitund“ sem Hegel lýsir og virðist þar hafa í