Skírnir - 01.01.1986, Side 41
SKÍRNIR
MÓTSÖGN OG MIÐLUN
37
um og kykvendum hverskyns, en þaðan liggur leiðin til hugmynd-
arinnar um listasmíð, sem pýramídar og annað slíkt eru tákn um.
En þar með erum við komin að upphafi nýs áfanga, nefnilega
manngyði sem fær sína skýrustu og glæstustu mynd í trúarbrögð-
um Forn-Grikkja. Guðir þeirra eru í hæsta máta mennskir í útliti
og jafnvel yfirmáta mennskir í breytni sinni, svo siðavöndum þyk-
ir nóg um, en í annan stað er vegna ódauðleika þeirra og varan-
leika eins og veggur milli þeirra og vesælla dauðlegra manna sem
þeir halda niðri áallan hátt, með eldingum og örvum, ef ekkidug-
ar annað. Frá þessum guðum hermir ekki í neinum eiginlegum
guðfræðiritum eða helgum bókum, heldur birtast þeir á listrænan
hátt, fyrst í því sem Hegel nefnir lifandi listaverk fórnarhátíða og
trúarathafna sem miða að því að menn komist í snertingu við guð-
dóminn, en síðar í listaverkum í eiginlegum skilningi, í myndlist
og skáldskap, og því má umfjöllun Hegels um þessi trúarbrögð
öðrum þræði skoðast sem lista- eða bókmenntasaga. í skáld-
skapnum birtast guðirnir fyrst í sagnaskáldskap (og goðsögnum),
síðan í harmleikjum og loks í skopleikjum, og á þeirri leið taka
þeir og viðhorf manna til þeirra allmiklum breytingum. Þó er þeg-
ar í sagnaskáldskap svo, að þeim er eins og ofaukið og hafa frá
öndverðu skoplega hlið, enda háðir mannlegum fórnum meira en
góðu hófi gegnir, og í rauninni eru það síður þeir en óblíð og
ófrávíkjanleg forlög sem mennirnir standa andspænis í breytni
sinni. Það er því engin furða þótt þeir birtist að lokum sem ský í
skopleik Aristófanesar og leysist þannig upp, við hlátur þeirra
dauðlegu manna sem á bak þeim sjá, og hverfi þannig úr þessum
menningarheimi grísku borgríkjanna á svipaðan hátt og þeir
héldu innreið sína, þar sem þeir, á goðastefnu Hómers, vöktu
upp óstöðvandi hlátur sín á meðal.
En brotthvarf guðanna sem raunverulegra afla veldur nú því að
í stað hinnar ólympsku birtu er af þeim stafaði sígur sorti yfir hinn
forna heim, því eftir er ekki annað en hin óblíðu, ófrávíkjanlegu
forlög og algyði sem er ópersónulegt. í Rómaveldi tekur loks
stytta keisarans við af líkneskjum goðanna, og þá eiga vissulega
vel við þau orð eins seinni tíma heimspekings að „Guð sé dauð-
ur“, og jafnframt er skiljanlegt að komu kristindómsins inn í
þennan heim sé í guðspjöllunum líkt við það að ljós hafi kviknað