Skírnir - 01.01.1986, Page 43
SKÍRNIR
MÓTSÖGN OG MIÐLUN
39
unni sem ytri mynd og endurspeglun hennar sjálfrar og samlagast
henni að lokum.
Heimspekileg hughyggja nýaldar á sér grundvöll í setningu
Descartes „Ég hugsa, því er ég“, í þeirri staðhæfingu sem sagt að
vissa vitundarinnar um sjálfa sig sé þau frumsannindi sem hún
verður að ganga út frá í allri sinni þekkingarleit. En í hinni algeru
eða alyfirtæku hughyggju er vitundin raunar ekki lengur neitt af-
markað „Ég hugsa“ sem skilur sig frá hinum ytra heimi, heldur
verður hin einstaka vitund sjálf liður í allsherjar sjálfsveru sem
birtist bæði í ytri og innri mynd. Þungamiðjan liggur nú í því sem
er á milli hins innra og hins ytra eða því sem Hegel nefnir hugtakið
(Begriff), en það er um leið inntak alls sem er. Leið einstakrar vit-
undar til að skilja eða „grípa“ (begreifen) veruleikann felst í því
að temja sér hreina, díalektíska hugsun, þar sem hugtökin, sem
um leið eru frumþættir veruleikans, birtast hvert af öðru og í inn-
byrðis tengslum, og þetta gerist nú í þeirri miklu bók sem Hegel
valdi nafnið Wissenschaft der Logik og við gætum kallað Rök-
spekina eða Rökfræðina á íslenzku.
Þegar við tölum um rökfræði eigum við allajafna við fræðigrein
sem rannsakar starfshætti hugans sjálfs og flokkar þá mögulegu
og ómögulegu dóma sem hann getur fellt. En það orð sem útlenda
nafnið á rökfræðinni, „lógík“, er dregið af, logos, á það sam-
merkt með íslenzka orðinu rök að merking þess er tvíþætt, því
það er ekki einungis notað um eitthvað sem sagt er: orð, orðræðu,
greinargerð eða röksemdir heldur er það í forngrískri heimspeki
haft um lögmál eða skynsemi sem býr að baki hlutunum og ræður
gangi heimsins og raunar einnig um kjarna hvers máls. Á svipað-
an hátt merkir íslenzka orðið rök ekki aðeins röksemdir heldur
einnig upphaf, orsök eða ástæðu en einnig spor og yfirleitt það
sem má rekja. í Logik eða Rökspeki Hegels eru vissulega báðar
þessar merkingar til staðar, rannsókn hugtakanna birtir okkur
jafnframt veru og eðli hlutanna, rökfræðin er jafnframt veru-
fræði, og við erum komin aftur á slóðir þeirra forngrísku spekinga
sem héldu því fram að hið sama væri hugsun og vera. Hegel boð-
aði vissulega með rökfræði sinni byltingu innan þeirrar greinar,
enda mátti rekja þá rökfræði sem viðtekin vartil Aristótelesar, og