Skírnir - 01.01.1986, Page 44
40
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
hafði Immanúel Kant sagt að rökfræðin hefði engum breytingum
tekið frá hans dögum. En rökfræði Aristótelesar er að sjálfsögðu
nátengd heimspeki hans í heild sem einkennist mjög af tilhneig-
ingu til að greina og afmarka allt sem er og stilla því upp í flokka
og tegundir sem greinast hver frá annarri eftir sérkennum. Hún er
því í eðli sínu sundurgreinandi, og undirstöðulögmál hennar eru
svonefnt samsemdarlögmál og svonefnt mótsagnarlögmál sem
bæði miða að því að afmarka hvern hlut frá því sem hann er ekki.
Rökfræði og öll heimspeki Hegels stefna hinsvegar í allt aðra átt,
með því að þar er leitast við að sjá allt í samhengi og gagnvirkni
þar sem andstæður eru nauðsynlegur þáttur hvor annarrar og
knýja þannig áfram alla verðandi. Rökfræði Hegels stingur því
allmjög í stúf við hina stöðu og sundurgreinandi rökfræði Aristó-
telsar og sjálft grundvallarlögmál hennar, þannig að við verðum
að hugsa okkur veruleikann sem mótsagnakenndan í sjálfum sér
og hlutina í ljósi þess sem þeir eru ekki, þar sem þeir búa yfir
andstæðu sinni.
Ef við nú byrjum, eins og Hegel gerir í Rökfræði sinni, að at-
huga einföldustu grundvallarhugtök, þá verður fyrst fyrir okkur
hugtakið vera, en okkur reynist harla erfitt að hugsa okkur veru
án þess að hún sé ákvörðuð á einhvern hátt og tengd við einhvern
eiginleika eða veruhátt, en sú ákvörðun verunnar felur jafnan um
leið í sér neikvæði, þar sem aðrir eiginleikar en þeir sem veran
ákvarðast af eru útilokaðir. Hrein vera er eitthvað sem við getum
ekki hugsað okkur öðruvísi en með því að útiloka alla ákveðna
eiginleika, sem þýðir í rauninni það að hrein vera er innantóm og
það sama og hrein ekki-vera eða neind. í öllu því sem er til, í allri
tilveru eru hins vegar vera og neind samofnir þættir, vera og neind
birtast ekki öðru vísi en í ljósi hvorrar annarrar, og þennan sam-
leik þeirra getum við nefnt verðandi, sem er stöðug færsla eða
flutningur veru yfir í neind og neindar yfir í veru. Verðandi er því
það sem einkennir alla tilveru, og á sama hátt er sú rökfræði og
það hugtakakerfi sem hæfir veruleikanum einnig knúið áfram af
innri hreyfingu, hinni díalektísku, þar sem sérhvert nýtt hugtak
sprettur upp úr togstreitu og árekstri andstæðna sem þurfa miðl-
unar við. Rökspeki Hegels skiptist í þrjár bækur sem bera hver
sína yfirskrift: sú fyrsta Vera (Sein), önnur Eðli eða Inntak