Skírnir - 01.01.1986, Side 48
44
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
aðgengilegasta sem hann hefur ritað, í senn skýr og samþjöppuð
og rituð á venjulegu máli, og það er engu líkara en að hann hafi
efnið fullkomlega á valdi sínu, líkt og það væri hans eigin sjálfs-
ævisaga. En ef við nú ætlum okkur að gefa einhverja hugmynd um
söguspeki Hegels í stuttu máli, er það sennilega ekki fráleitt að
líkja henni við drama eða leiksýningu þar sem höfundur og leik-
stjóri er andi einn mikill, „heimsandinn“ (eða við gætum kannski
sagt hér „mannsandinn"), en þeir leikarar sem hann teflir fram á
sjónarsviðið eru hinir einstöku „þjóðarandar“. Þeir virðast þó að
sumu leyti sambærilegri við boðhlaupara sem bera blys andans í
átt til marks hver af öðrum. En á hverju stigi eða í hverju atriði
þessarar leiksýningar er ríkjandi ákveðinn tíðarandi - og það
hegelska orð er okkur raunar þegar tamt - sem allt mótast af, og
leysir hver tíðarandi annan af hólmi í sönnu dramatísku og þá um
leið díalektísku samhengi þar sem stríð andstæðnanna knýr allt
fram á við og upp á við. Og hér gætir einnig mjög annars
listræns þáttar sem löngum hefur verið einkennandi fyrir drama-
tískan skáldskap, en það er hin svonefnda „dramatíska kald-
hæðni“, sem byggist á því að höfundur og áhorfendur vita oft tals-
vert meira en persónurnar á sviðinu, en sú kaldhæðni birtist í sög-
unni einmitt þar sem einstaklingar eiga í hlut eða nánar tiltekið
„sögulegir einstaklingar“, svonefnd mikilmenni sögunnar, en
þeimbeitir höfundurinn, heimsandinn, fyrirsig, þegar þeir sjálfir
eru að þjóna sinni eigin metnaðargirnd og einkahagsmunum,
með því að láta verk þeirra einatt hafa allt aðrar afleiðingar og
þjóna allt öðrum tilgangi en þeir sjálfir ætluðu. Þetta nefnir Hegel
„bragðvísi skynseminnar“ (List der Vernunft) og á þar að sjálf-
sögðu við skynsemi sögunnar.
Hið heimssögulega sjónarspil Hegels er í fjórum þáttum, og
eru það hin fjögur „heimssögulegu ríki“ eða „heimar“ sem hann
nefnir svo, en þar kemur fyrst fram á sviðið heimur Austursins, og
koma í þeim þætti við sögu þjóðir eins og Forn-Kínverjar, Ind-
verjar, Assýríumenn, Babýloníumenn, Persar, Sýrlendingar,
Gyðingar og Egyptar. Þetta kunna að virðast harla sundurleitar
þjóðir við fyrstu sýn, en þær eru tengdar saman af ákveðnu þjóð-
félagsformi, ákveðinni helgiskipan og föðurræði þar sem stjórn-
andinn er æðstiprestur og lögin trúarsetningar og einstaklingur-