Skírnir - 01.01.1986, Page 50
46
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
og lofsyngja þær aðstæður sem fyrir eru og festa þær þannig í sessi
og hann megi því teljast stríðalinn ríkisheimspekingur þess prúss-
neska ríkis sem hann lifði og starfaði í síðari ár sín. Og þetta verð-
ur honum sízt til álitsauka, þegar menn tengja nafn þessa ríkis,
Prússlands, eins og gjarna er gert, við útþenslustefnu, þjóðar-
rembu, hernaðaranda, aga og hlýðni. En ekki má gleyma því að
það Prússland sem Hegel lifði í stóð nær Prússlandi Friðriks mikla
og Upplýsingunni en þjóðernislegri afturhaldsstefnu Bismarcks
kanslara, svo Hegel hafði enn ástæðu til að ætla að stjórnarhættir
þar gætu þróast til hins betra. Og rétt er að geta þess að Hegel var
frábitinn flestu því sem átti eftir að einkenna stefnu Prússlands á
seinni hluta 19. aldar, hann var laus við þjóðrembu, eins og sést
bezt á því að hann fagnaði manna mest, þegar Napóleon vann sig-
ur á Prússum við Jena þar sem hann kenndi, og vonaðist til að
Korsíkumaðurinn mundi hrista upp í rykföllnum smáfurstadæm-
um lands síns heldur betur. Hann dreymdi ekki um Þýzkaland
sem stórveldi, nema þá í andlegum skilningi, og taldi Frakkland
sízt til fyrirmyndar að því leyti hve það var stórt og miðstýrt land
en áleit það hæfa Þýzkalandi bezt að skiptast niður í miðlungsstór
ríki og þá auk Prússlands og Austurríkis Bæjaraland, Wurttem-
berg og Westfalen.
Sú staðhæfing að hið raunverulega sé um leið skynsamlegt
verður að skoðast sem andsvar Hegels við ákveðnum óraunsæj-
um staðleysishugmyndum um fullkomið þjóðfélag og sem áminn-
ing um það að menn verði ávallt að ganga út frá þeim aðstæðum
sem fyrir eru í þeim efnumog skiljasögulegar orsakir þeirra, áður
en farið er að hugsa til breytinga. Og sú þjóðfélagsgerð sem Hegel
lýsir í Réttarheimspeki sinni má skoðast sem það þjóðfélag sem
hefur þróazt á nýöld eins og það getur bezt orðið og sjálfu sér
samkvæmast, líkt og Hegel taldi að Ríki Platons væri lýsing á
gríska borgríkinu eins og það ætti að vera í sama skilningi. En ríki
Platons var skilgetið afkvæmi síns tíma og háð takmörkunum
hans, og í augum seinni tíma manna er einkum á því sá þverbrest-
ur að einstaklingurinn er skoðaður einungis út frá sjónarmiði
heildarinnar og missir allt gildi sem slíkur. Á nýöld hefur einstak-
lingurinn hinsvegar öðlast fullt gildi, og þjóðfélagshugmyndir
nýaldar ganga því meira út frá honum og líta þá á ríkið sem upp-