Skírnir - 01.01.1986, Page 51
SKlRNIR
MÓTSÖGN OG MIÐLUN
47
haflega grundvallað á frjálsum samningi milli einstaklinga, eins
og kemur skýrast fram í kenningum Englendingsins Thomasar
Hobbes á 17. öld. Hegel hins vegar gagnrýnir það viðhorf að það
megi hugsa sér alskapaða einstaklinga á undan og óháða öllu sam-
félagi og álítur manninn öllu heldur samfélagslega veru frá upp-
hafi og hvern einstakling að miklu leyti afsprengi þess samfélags
sem hann elst upp í, samkvæmt þeirri fornu vizku að heildin sé á
undan hlutum sínum.
Afstaða Hegels í þjóðfélagsheimspeki er einhverskonar mála-
miðlun milli einstaklingshyggju nýaldar og heildarhyggju gríska
borgríkisins, og hann skoðar því einstaklinginn jafnan í þeim
tengslum sem líf hans afmarkast af og sem fylla tilveru hans, en
þau eru þríþætt, þ. e. í fyrsta lagi fjölskyldutengsl, í öðru lagi
borgaraleg þjóðfélagstengsl og í þriðja lagi samband hans við
ríkið, og í samræmi við þessa þrjá þætti má greina þrenns konar
siðfræði. Samband einstaklings við fjölskyldu einkennist af holl-
ustu, fórnfýsi og hlýju, enda byggt á náttúrulegum tilfinningum
og blóðböndum, en andstætt því einkennast sambönd mannsins
út á við, í hinu borgaralega þjóðfélagi af sérhyggju. síngirni,
sundrungu og samkeppni við náungann, og hámark þess siðferðis
sem þar verður náð er samningssiðferði þar sem tveir aðilar geta
orðið hvor öðrum til gagns og góðs á þeim forsendum að þeir geti
haft ávinning af vissri verkaskiptingu og hver geti þannig þjónað
sjálfum sér með því að þjóna öðrum. En það er engu líkara en að
einstaklingurinn þurfi í þessum andstæðu tengslum að hafa tvö
andlit, andlit lambs og úlfs, og til að hann rifni ekki í tvennt þarf
að koma nýr og miðlandi þáttur sem „hefur“ þessar andstæður
„upp“, en það er „ríkið“, sem Hegel kallar svo. Ríkið er í hans
augum einskonar hlutgerving almennrar skynsemi og því vörður
réttarfars og réttlætis og jafnaðar og brunnur sameiginlegrar
menningar sem allir eiga hlutdeild í og öðlast lífsfyllingu í. Gagn-
vart ríkinu sýnir einstaklingurinn því sömu hollustu og gagnvart
fjölskyldunni og hættir því jafnvel lífi sínu fyrir það, þegar svo ber
undir, en um leið krefst ríkið af einstaklingum sömu framtaks-
semi og atorku og hið borgaralega þjóðfélag.
í samræmi við þessa þrjá þætti sem ríkisheildin er ofin úr skipt-
ist hún í þrjár stéttir, bændastétt sem samsvarar fjölskyldunni,