Skírnir - 01.01.1986, Page 52
48
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
borgarastétt sem samsvarar þjóðfélaginu og embættismannastétt
sem samsvarar ríkinu. Á svipaðan hátt gerði Platon forðum ráð
fyrir þrem stéttum í sínu ríki: framleiðendum, vörðum og stjórn-
endum og tengdist sú skipting þrem meginþáttum mannlegs eðlis:
girndum, skapi og vitsmunum, en hjá Hegel er þessi skipting
einnig tengd meginþáttum vitundar, þ. e. beinni hlutvitund
(bændastétt), sjálfsvitund (borgarastétt) og skynsemi (embættis-
menn). Og þessar stéttir eru harla ólíkar í öllum háttum og hug-
arfari, einkenni bændastéttar er rótfesta, átthaga- og ættartengsl,
vanafesta og íhaldssemi, en borgarastéttin er rótlaus, breytinga-
gjörn, framtakssöm og framagjörn, og Hegel hefur lýst þessum
stéttum ekki óhnittilega þar sem hann lýsir því hvernig bóndinn
fær lífsfyllingu á hátíðum sem eru tengdar gróðri jarðar í hópi
jafningja við söng og dans og yfir veigum sem gróðurinn færði
honum, en borgarinn fer hinsvegar í vertshús á sunnudögum með
fjölskyldu sína í fullum skrúða til að sýna öðrum veldi sitt og pant-
ar sér krásir og vínföng með merkissvip. En þriðja stéttin, emb-
ættismenn, á að hafa flest það til að bera sem telst til dygða hjá
hinum og einkum að skara fram úr að ósérplægni og réttsýni. Það
þjóðfélag eða ríki sem Hegel lýsir er fjarri því að vera alræðisríki,
eins og sumir vilja vera láta, heldur væri það næst því sem við
mundum kalla velferðarríki. Hegel taldi einkar mikilvægt að
þjóðfélagið skiptist í stéttir og í smærri heildir innan þeirra, þar
sem það stuðlaði ekki einungis að fjölbreytni og jafnvægi heldur
einnig að því að einstaklingarnir yrðu virkir og nytu sín innan
þessara smærri heilda sem hefðu svo aftur áhrif á samfélagið allt,
og hann taldi virkni einstaklingsins innan sinnar stéttar mikilvæg-
ari en rétt hins sama til að kjósa flokkinn sinn á nokkurra ára
fresti. Og enda þótt Hegel hafi glöggt séð ýmsar innri mótsagnir
borgaralegs markaðsþjóðfélags sem áttu eftir að verða ljósari eft-
ir hans dag, svo sem offramleiðslu, kreppu og örbirgð og hafi gert
sér grein fyrir þeim löngu á undan Marx, hefði hann eflaust vísað
á bug öllum hugmyndum um stéttlaust þjóðfélag þar sem stjórn-
endur áttu að taka að sér alræðisvald þar til ríkið væri „dáið út“
og talið þær í meira lagi óraunsæjar.
Þegar allt kemur til alls, gat heldur ekki þessi þríþætta samfé-
lagsheild orðið sá fullkomni vettvangur og æðsti veruleiki sem