Skírnir - 01.01.1986, Page 53
SKÍRNIR
MÓTSÖGN OG MIÐLUN
49
maðurinn gat gengið upp í og fundið endanlega fyllingu innan
heldur hvelfdist þar yfir annar heimur og æðri sem Hegel kallaði
heim hins óbundna anda (des absoluten Geistes) og birtist okkur
hvergi nema í list, trúarbrögðum og heimspeki, og umfjöllun
þessa þrenns myndar að vissu leyti hámark heimspeki Hegels,
þótt það verði nokkuð útundan hér hjá okkur nú. En þessi svið
falla ef til vill betur en nokkuð annað inn í hina díalektísku gerð
heimspeki Hegels og mynda þau strax innbyrðis þess háttar
tengsl, þar sem þau eiga að vera þríþætt form hins eina og sama
sannleika er birtist í þeim með stighækkandi fullkomnun. Á
neðsta stiginu, stigi listarinnar, birtist þessi sannleiki aðeins með
hjálp eftirlíkingar hins stundlega, í trúarbrögðum á táknrænni
hátt, en í heimspekinni í hreinleika sínum í hugtökunum sjálfum.
Þótt listin sé að einhverju leyti eftirlíking stendur hún samt á
æðra stigi en það sem hún líkir eftir, listfegurð er æðri en náttúru-
fegurð, og listin segir kannski það sem náttúran vildi sagt hafa og
leiðir fram kjarna hlutanna. Og innan listarinnar rekumst við enn
á þrískiptingu sem liggur í hlutarins eðli, þar sem meginskipting
hennar í myndlist, tónlist, og skáldskaparlist samsvarar hinni
díalektísku skiptingu milli ytri veruleika, innri veruleika og svo
þess þriðja sem sameinar þetta tvennt. En skáldskaparlistin skipt-
ist nú aftur sjálf í þrjár greinar, og er þar að sjálfsögðu átt við hina
hefðbundnu skiptingu í epík, Iýrik og dramatík eða sagnalist,
ljóðlist og sjónleikjalist, þar sem hin fyrsta hefur samsvörun við
hið ytra, ljóðlistin við hið innra, en hin síðastnefnda sameinar í
eina heild hinar fyrrnefndu. Við höfum áður minnzt á trúar-
bragðaspeki Hegels, þar sem hún var þegar rakin í samþjöppuðu
formi í ritinu Fyrirbrigðafrœði andans, og kom þar einnig fram
þrískipt þróun, eins og við mátti búast, þar sem kristindómurinn
var síðasta stigið, og átti hann, samkvæmt Hegel, á táknrænan
hátt að boða þann sannleika sem Hegel vildi túlka heimspekilega.
Þar var einkum minnzt á túlkun Hegels á holdtekjunni, en frá
öðru sjónarmiði má benda á að sjálfur þrenningarlærdómur krist-
innar kirkju fellur hæglega inn í hið díalektíska hugsunarmynstur
Hegels, þar sem síðasti liður þessarar þrenningar „útgengur“ af
hinum tveim fyrri, eins og kennt er í trúarjátningu vesturkirkj-
unnar. Og kristindómur sá sem kenna mætti Hegel við væri krist-
4 - Sklrnir