Skírnir - 01.01.1986, Page 56
52
PÁLL S. ÁRDAL
SKÍRNIR
að benda á að óhamingjan sé afleiðing heimsku mannsins sjálfs,
hann geti sjálfum sér um kennt. Þannig er reykingamanninum
kennt um lungnakrabbann, og menn telja hann oft ekki eiga skil-
ið að honum sé sýnd samúð ef hann vissi eða mátti vita hve hættu-
legar reykingar eru. En þegar talið er að maður eigi það skilið að
fara ófarir vegna heimsku, og heimskinginn er svo heppinn að
komast hjá venjulegum illum afleiðingum breytni sinnar, er það
ekki endilega talið óréttlátt. Ef lyf er fundið upp sem getur eytt ill-
um afleiðingum reykinga mundu fáir, held ég, telja réttlætanlegt
að nota ekki þetta lyf, og styðja þá afstöðu þeim rökum að reyk-
ingamaðurinn eigi það skilið að fá lungnakrabba vegna heimsku
sinnar: hann gat ekki vitað um það fyrirfram að lyf þetta yrði upp-
götvað, og sýndi því vítaverða heimsku með reykingunum. Þegar
menn eiga eitthvað skilið, eða þeim er eitthvað mátulegt, vegna
heimsku sinnar, þá er það ekki ranglæti ef þeir eru svo heppnir að
komast hjá óförunum sem þeim voru taldar maklegar.
Þegar sagt er að menn eigi skilið að þjást vegna mannvonsku
sinnar er þessu þó allt öðruvísi farið. Réttlætið virðist krefjast
þess að illmennum sé hegnt í samræmi við illt innræti sitt. Það má
telja almenna skoðun manna víða um heim að illmenni eigi illt
eitt skilið, en góðmenni skuli njóta alls góðs af gæsku sinni. Refs-
ing hæfir mannvonsku, og því verra sem siðferði manns er þeim
mun þyngri á refsing hans að vera. Á sama hátt eiga þeir sem sýna
gott innræti í verkum sínum að uppskera hamingju að launum.
Ég mun lítið segja um laun fyrir gæsku, heldur mun ég beina allri
athygli minni að því hvort réttlæta megi refsingar með því einu að
það hæfi að hegna illmennum vegna þess að þau eigi illt eitt skilið.
Hér er rétt að benda á að vel má vera að engin mannvera hafi rétt
til þess að hegna fyrir illt siðferði, það geti Drottinn almáttugur
einn gert. Ég mun ekki reyna að verja þessa kenningu, heldur
ætla ég mér það sem erfiðara er: ég vil reyna að reka nokkrar
stoðir undir þá skoðun að enginn eigi illt eittskilið, að það sé aldrei
réttlætanlegt að valda manni sársauka og þjáningum af þeirri
ástæðu einni að hann sýni í verkum sínum siðspillingu og illt inn-
ræti.
Sú hugmynd að réttlætisgyðjan krefjist þess að illmenni þjáist,
í samræmi við þá mannvonsku sem þau sýni, á sér langan aldur.