Skírnir - 01.01.1986, Page 67
SKÍRNIR
AÐ EIGA ILLT EITT SKILIÐ
63
mamma sér ekki til. Hér má vitna í orð Nietzsches þar sem hann
segir: „refsingar temja menn en bæta þá ekki, og þær spilla sið-
ferði manns með því að kenna þeim að láta stjórnast af sjálfs-
elsku.“6
Viðhorf siðfræðilegrar gjaldstefnu mun ekki hverfa fyrr en
okkur tekst að efla samúð meðal manna, og hætt er að kenna
sjálfselsku í stað siðgæðis. En til þess að svo megi verða er nauð-
synlegt að hrinda refsingum úr þeim öndvegissessi í siðferðilegu
uppeldi sem þær nú skipa. Því refsingar skapa ekki þá næmi, sam-
úð og viðkvæmni sem einkenna gott fólk. Þvert á móti skapa refs-
ingar harðan hug og kalt hjarta sem eru höfuðeinkenni mann-
vonskunnar.
Þótt það hæfi að góðmenni finni til með öðrum og hugsunin um
hryðjuverk og siðspillingu manna valdi þeim sársauka, þá er
greinilegt að góðmenni eiga ekki illt eitt skilið. Svarið við spurn-
ingunni sem við höfum verið að reyna að svara er því neitandi.
Enginn á illt eitt skilið. Sú hugmynd að það hæfi að illmenni þjáist
er ósiðleg, og við ættum því að varpa henni fyrir róða, þrátt fyrir
vinsældir hennar og þær djúpu rætur sem hún á í siðferðisarfleifð
okkar.
Tilvísanir
1. Sir David Ross, The Right and the Good, Oxford University Press, Oxford
1946, bls. 64.
2. Tertúllíanus, De Spectaculis í Loeb Classical Library Series með enskri
þýðingu eftirT.R. Glove, Heineman, London 1931.
3. J.S. Mill, Utilitarianism.
4. J.D. Mabbott, “Punishment“, Mind 48 (1939), bls. 150-67.
5. Jeffrie Murphie, „Marxism and Retribution", Philosophy and Public Aff-
airs II, 3 (1973), bls. 221.
6. Tilvitnanir í verk Nietzsches má finna í Guilt and Shame, Wadsworth,
Belmont CA 1971.
Grein þessi er í höfuðatriðum þýðing á fyrirlestri fluttum 14. október 1982 í til-
efni þess að höfundur hennar var gerður Charlton prófessor í heimspeki við
Queen’s University í Kingston, Ontario.