Skírnir - 01.01.1986, Page 74
70
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
ur og hann af öðrum og þriðja lið. Meira var þó vert að hann hafði
áður hrakið Snorra Sturluson utan og barið eða beygt aðra ná-
frændur sína vestanlands til hlýðni við sig og mága sína, Odda-
verja, til afskiptaleysis. Sturla var því ekki aðeins á góðri leið með
að brjóta ísland undir sig, heldur einnig að reisa sér hurðarás um
öxl - ofmetnast, með öðrum orðum, eins og hetjurnar gera oft og
iðulega í íslendinga sögum áður en þær eru lagðar að velli. Sig-
hvatur á Grund hafði þó varað son sinn við að færast of mikið í
fang.
Sturla sagnaritari rekur nokkra kvíðvænlega drauma og fyrir-
boða um mannfall á hendur Sturlungum og dauða Sturlu og Sig-
hvats fyrir Örlygsstaðafund. Hefur ritari Sturlungu þó aukið
miklu meira við af slíkum frásögnum svo að út af flóir. Sjálfa nótt-
ina fyrir bardagann dreymir Sturlu Sighvatsson draum sem ekki
er greint frá, enda segir hann ekki drauminn. En hann er augljós-
lega slæmur því að Sturla vaknaði sveittur og strauk hendinni fast
um kinnina.12 Hann gerir hins vegar lítið úr draumnum. Sturla
var fyrst særður á kinn í bardaganum. Gissur dreymir hins vegar
vel fyrir fundinum.
Gizurr sagði þeim Kolbeini og Brandi [Kolbeinssyni] draum sinn. ... „Þat
dreymði mik,“ sagði Gizurr, „at mér þótti Magnús biskup, föðurbróðir minn,
koma at mér, ok mælti hann svá: „Standið þér upp, frændi," sagði hann, „ek
skal fara með yðr.“ Þá vaknaða ek.“
„Þetta er vel dreymt,“ sagði Kolbeinn, - „eða hversu lízt þér?“
„Betra þykkir mér dreymt en ódreymt," sagði Gizurr. (428-29)
Áheyrandinn er þannig búinn undir að hetjan falli á svipaðan hátt
og t. d. í Gísla sögu og Njálu.
Eins og fram hefur komið, á Örlygsstaðafundur sér stað síðla í
ágúst, og bardaginn er háður í morgunsárið eftir að Gissur og
Kolbeinn hafa ráðist á Sturlunga með ofurefli liðs. Áætlað hefur
verið að lið Sturlunga hafi talið tæpt þúsund, en Sturla sagnaritari
segir að í her andstæðinganna hafi verið rúm f600 manna.13 Hér
hallar því liðsmuninum á hetjuna eins og í íslendinga sögum, þótt
þar séu bardagar jafnan fámennir. Sturlungar leita vígis í gerðinu
á Örlygsstöðum enda þótt garðurinn sé lágur. Ásamt Sturlu eru