Skírnir - 01.01.1986, Side 81
SKÍRNIR HETJUDAUÐI STURLU SIGHVATSSONAR
77
heimildir er nauðsynlegt að gera sér ljóst hvað þær eru og hvað
þær eru ekki. Jón Jóhannesson fór hörðum orðum um listrænt
gildi Sturlungu. Hann taldi hana ekkert listaverk, heldur óskapn-
að sem heild, og svipuðu máli gegndi um sumar einstakar sögur í
safninu þótt allmikilla listrænna tilþrifa gætti á köflum. Talaði
hann um hið hráa, lítt melta efni sagnanna sem hefði hvorki verið
stýft né fágað vegna listarinnar að neinu ráði. Hér að framan hef-
ur hins vegar verið leitast við að sýna fram á að þessu sé öðruvísi
farið. Frásögnin af hetjudauða Sturlu Sighvatssonar lýtur
ákveðnum lögmálum sem eru frekar listræns eðlis en sagnfræði-
legs eftir okkar skilningi. Hugmyndir miðaldamanna hafa þó
vafalaust verið aðrar. Þeir hafa ekki gert sams konar mun á sönnu
og sögukenndu og við gerum nú.21 Hins vegar verðum við að átta
okkur á þessum frásagnarlögmálum áður en við notum sögurnar
sem heimildir. En jafnframt og jafnvel umfram allt ættum við að
meta sögur Sturlungu að verðleikum sem frásagnarlist.
Tilvitnanir
1. Sjá Jón Jóhannesson, „Um Sturlunga sögu,“ Sturlungasaga (Reykjavík,
1946), II, bls. xxxviii-xxxix.
2. Gunnar Benediktsson, Sagnameistarinn Sturla (Reykjavík, 1961), bls.
42, 180-81.
3. Tráume und Vorbedeutung in der Islendinga Saga Sturla Thordarsons:
Eine Form- und Stiluntersuchung, Kanadische Studien zur deutschen
Sprache und Literatur, 8 (Bern og Frankfurt, 1974), bls. 202-22.
4. Allar tilvitnanir í íslendingasögu eru sóttar í útgáfu Jóns Jóhannessonar,
Magnúsar Finnbogasonar og Kristjáns Eldjárns, Sturlunga saga, I
(Reykjavík, 1946).
5. Sjá Theodore M. Andersson, The Icelandic Family Saga: An Analytic
Reading, Harvard Studies in Comparative Literature, 28 (Cambridge,
Mass. 1967), bls. 43-49; Enn fremur um lýsingar á hetjudauða, bls. 62-
64.
6. „Um Sturlungu," Safn tilsögu íslands, III (Kaupmannahöfn, 1902), bls.
425-28.
7. Magnús Jónsson lýsti aðstæðum í Miðdölum í greininni: „Hvar var stakk-
garðurinn, þar sem Vatnsfirðingar voru drepnir?" Skírnir, 118 (1944),
bls. 198-206. Sbr. lýsingu á Örlygsstöðum eftir Kristian Kálund: Bidrag
til en historisk-topografisk Beskrivelse aflsland (Kaupmannahöfn, 1879-
82), II, bls. 73.