Skírnir - 01.01.1986, Side 84
80
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
hvort annað eins dæmi andlegrar starfsemi við sambærileg skil-
yrði hafi nokkurn tíma orðið í veröldinni. Þarna virðist hafa verið
fullnægt einhverri ósjálfráðri og óviðráðanlegri þörf, svo að liggi
við heilögu æði. Eins og nærri má geta, er torvelt að skýra þetta
út í æsar. Engin ein skýring getur verið einhlít og nokkuð mun
jafnan verða eftir af óræðum tildrögum, þótt allar séu saman
lagðar. Það sjónarmið, sem reynt verður að horfa frá í þessu er-
indi, gefur ekki sýn um nándar alla fjölbreytni þessa viðfangsefn-
is, - og tíminn endist jafnvel ekki til annars en mjög lauslegrar
skoðunar þess eina atriðis. Samt ættu fáeinar athuganir um það
að geta vakið til frekari umhugsunar - að líkindum bæði með og
móti.
Til skilnings þess, sem gerist sérstæðast með einhverri þjóð, er
jafnan nauðsynlegt að hafa hliðsjón af öðrum þjóðum - og ekki
sízt þeim, sem eru henni nákomnastar. Sá samanburður er líkleg-
astur til að leiða í ljós, að hverju í fari þjóðarinnar helzt þurfi að
beina athygli, til þess að renna grun í, hvers vegna einmitt hún og
ekki önnur gerði þetta og þetta. Þegar um fornmenntir íslendinga
er að ræða, er eðlilegt, að þar komi framar öllu til greina saman-
burður við Norðmenn. Milli þessara tveggja þjóða voru á 11.-14.
öld miklar samgöngur og margvísleg skipti. íslendingar rituðu
sögur Noregskonunga, frásagnir af atburðum í Noregi og íslend-
ingum í Noregi af meiri alúð en nokkru því, sem hafði gerzt ann-
ars staðar erlendis, - og þeir létu það fram á 13. öld jafnvel sitja í
fyrirrúmi fyrir sinni eigin sögu. Norðmenn hafa tekið við þessum
ritum - sérstaklega Heimskringlu - sem guðspjalli fornsögu
sinnar, og þau hafa orðið þeim ekki minna virði en íslendinga
sögur íslendingum. En jafnframt hefur það orðið þessari frænd-
þjóð vorri að undrun og þyrni í holdinu,1 að þessi rit skuli ekki
vera skrásett í Noregi og af Norðmönnum. Sú undrun á eftir að
vaxa enn meir og líklega þá um sinn verða að nýjum ásteytingar-
steini, þegar Norðmenn fara almennt að gera sér grein fyrir því,
hversu íslendingar hafa lagað sögu þeirra í hendi sér, umskapað
sumt og auk heldur skapað í meðförunum.2
Hér skal ekki borið við að minnast á það, sem Norðmenn hafa
ritað óviturlegast um þetta efni. Hitt er mjög fróðlegt, að rifja
upp eitthvað af því, sem einmitt þeir hafa lagt skynsamlegast til