Skírnir - 01.01.1986, Page 85
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
81
málanna, einkum sagnfræðingar þeirra frá síðari tímum. Ebbe
Hertzberg segir svo: Saga Norðmanna var frá því á víkingaöld til
Jórsalafarar Sigurðar konungs svo viðburðarík, að hugur þjóðar-
innar beindist að athöfnum og afrekum, enda var þá andi her-
mennsku og sóknar til yfirráða ríkjandi hvarvetna í Norðurálfu -
nema á íslandi. Þar mátti allt heita með kyrrum kjörum frá því
um 1000 til miðrar 12. aldar. íslendingar unnu aldrei neinn þjóð-
arsigur á vígvelli. Eigi að síður hlaut þessi gáfaða þjóð að vera
snortin af stefnu samtíðarinnar og hún átti þá ekki annars völ en
„ímyndunar í stað athafna. Afrekaþránni sló inn. Hún varð að
bókmenntum". Á þessa lund skýrir Hertzberg hvort tveggja, að
íslenzk hirðskáld urðu ein um hituna á Norðurlöndum frá því um
1000 og hverjum þroska íslenzk sagnaritun tók síðar: Norðmenn
hafi ekki gefið sér tóm til að stunda slíkt, þangað til íslendingar
voru orðnir þeim snjallari og birgðu þá svo upp af kvæðum og
sögum, að þeir lögðu árar í bát á bókmenntasviðinu.
Að vísu má ekki teygja þessar athuganir Hertzbergs lið fyrir
lið, ef allt á að reynast haldgott. Honum kann að vaxa fullmikið í
augum, hve önnum kafnir Norðmenn hafi verið við stórvirki. En
um það mega íslendingar sjálfum sér kenna. Ef þeir hefðu ekki
ritað um afrek Norðmanna og gert heldur meira en minna úr
þeim, hefði einhver skarpvitur maður verið vís til þess að skýra
skáldskap Egils og ritstörf Snorra og Sturlu með því, að ævi þeirra
hefði verið rysjóttari og reynsla þeirra fjölbreyttari en hinna frið-
sömu samtíðarmanna þeirra í Noregi. Þá mætti líka minna á, að
talsverðir athafnamenn hafi stundum, bæði fyrr og síðar, gefið sér
tóm til að dútla við ritstörf, eins og t. d. þeir Júlíus Cæsar og Win-
ston Churchill. Það er líka Ijóður á ráði Hertzbergs, að hann talar
aðeins um tímabilið til miðrar 12. aldar, en þá voru íslendingar
ekki enn farnir að rita neinar sögur í venjulegum skilningi
orðsins. Á hinn bóginn er í þessum athugunum hans meiri yfirsýn
en í venjulegum bollaleggingum hinna skriftlærðu. Hann sér
gjörla, einmitt með því að renna augunum yfir langt skeið og án
þess að hirða um lykkjur á leiðinni, að furðuleg stefnubreyting
gerðist með íslenzku þjóðinni frá fyrirætlunum landnámsmanna
til ástundunar skálda og fræðimanna, niðja þeirra. Hann hefur í
senn hliðsjón af kjörum íslendinga og hlutskipti annarra Norður-
6 — Skírnir