Skírnir - 01.01.1986, Side 86
82
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
álfuþjóða. Og hann reynir með þessu móti að gera skiljanlega
þörf þeirra að fást við andlega iðju, sem sé ekki hversdagslegur
blekiðnaður.
Það vill nú svo vel til, að hér má kveðja til vitnis þann Norður-
landabúa, sem hæst ber í sagnaritun að fornu, þegar íslendingar
eru frá teknir: Saxo grammaticus, höfund hinnar miklu Dana-
sögu, Gesta Danorum. Saxo var uppi frá því um 1150-1220, ein-
mitt á því tímabili, er íslendingar hófu að rita sögur og þær tóku
að blómgast. Hann kveðst hafa ritað allmikinn hluta bókar sinnar
eftir frásögum íslenzkra manna. Hann hefur furðað á kostgæfni
þeirra að nema fornan fróðleik og fara með hann og reynir að
skýra þetta í formálanum. „Þeir verða að fara á mis við munaðar-
líf vegna ófrjósemi ættjarðar sinnar, búa við sífellda sparneytni,
verja mestu af ævi sinni til þess að halda á loft afrekum annarra
þjóða og bæta sér fátækt sína með andlegum yfirburðum (inop-
iam ingenio pensant). Þeim er jafnmikið metnaðarmál að segja
frá dyggð og dáðum annarra sem að drýgja þær sjálfir.“ Ekki þarf
að efa, að Saxo hefur haft persónuleg kynni af íslendingum, sjálf-
sagt einkanlega hirðskáldum, sem dvöldust við dönsku hirðina og
skemmtu með fornaldarsögum. Hann mundi ekki hafa ályktað
svo sem hann gerir af fróðleik þeirra einum saman, ef hann hefði
ekki líka skyggnzt inn í hug þeirra og fundið, að saman við metn-
að þeirra og yndi af íþrótt sinni og þekkingu var ofin óánægj a með
veraldlegt hlutskipti þjóðarinnar. Glöggt er gests augað, segir
máltækið, en augu heimamanna geta líka verið býsna glögg á
gestina. Saxo ýkir að vísu úr hófi fram ástríðu íslendinga að hugsa
um söguleg fræði. En einmitt þess vegna knýr undrunin hann til
djúpsærrar athugunar. Hann talar eins og sálarfræðingur frá 20.
öld, sem er tamt að hafa orðið compensation um þá úrbót, uppbót
eða þokkabót, sem menn leita sér fyrir vonbrigði og ófarir með
því að skara fram úr í öðru en þeir ætluðu sér eða hefðu reyndar
helzt kosið, - í heimskulegu sjálfsáliti eða öðrum heilaspuna, ef
ekki vill betur til. Þetta er nokkur þáttur í sálarlífi allra manna og
ekki sízt skálda og rithöfunda, jafnvel hvernig sem þeim farnast í
lífinu.
Svo er sagt, að enginn verði óbarinn biskup, og má það líklega
til sanns vegar færa. En því miður eru forlögin ekki svo veglynd,