Skírnir - 01.01.1986, Page 88
84
SIGURÐUR NORDAL
SKlRNIR
samanburðar. En þá bendir sú óánægja þegar til einhvers konar
auðlegðar. í Prestssögn Guðmundar biskups stendur þessi setn-
ing um Ingimund prest, föðurbróður hans og fóstra: „Þar varyndi
hans, sem bækurnar voru.“ Til hennar er oft vitnað, og hún á það
skilið, því að betri einkunnarorð verða ekki fundin um fornbók-
menntir íslendinga. Á þeim öldum, sem hér er um að ræða, var
uppi í landinu val manna, sem menntastarfsemi var yndi, Eros
þeirra, ást, ástríða, - og starfsemi þeirra hefur átt furðu almenn
og djúp ítök í þjóðinni, eins og jafnan síðan. En hversu var háttað
Auði og Eklu íslendinga einmitt á þessu tímabili, að ástin á
menntun skyldi verða svo útvegagóð og fengsæl sem raun ber
vitni?
Ef miðað er við upphaf og endi þessa tímabils, 1100 og 1400,
eru breytingarnar á högum þjóðarinnar bersýnilegri og alkunnari
en svo, að þörf sé að fjölyrða um þær. Þær horfa yfirleitt til
hörmulegra ófara. Stjórnarfarið breytist fyrst frá frjálsu þjóð-
veldi til uppgjafar sjálfstæðis og síðan frá sæmilegum sáttmála til
margfaldra svika þess sáttmála. Svipmynd af umskiptunum í
kirkjumálum bregður það upp, að rúmum 300 árum eftir dauða
Gissurar ísleifssonar skuli Jón Gerreksson setjast á Skálholtsstól.
Hvort sem litið er til almenns hags þjóðarinnar eða farnaðar ein-
stakra stétta, hefur flestallt sigið á ógæfuhliðina. Einungis í bók-
menntunum hafði orðið stórkostlegur vöxtur og viðgangur, þótt
hann færi sömu leiðina sem annað að lokum.
En nú skulum við renna augum yfir, hvernig þetta sérstaka
hlutskipti íslendinga lítur út í miklu víðtækara samhengi. Þetta
heilaga æði, sem ég nefndi áðan, verður því að eins skiljanlegt,
eða að minnsta kosti hóti skiljanlegra, ef við gerum okkur grein
fyrir, að í sögu íslendinga allt frá upphafi til loka 14. aldar sjást at-
burðir eins af höfuðþáttum veraldarsögunnar eins og í skuggsjá,
þó að þeir séu þar smækkaðir. Bækurnar af öllu tagi sem þeir
höfðu yndi af, voru meira en bækur. Þær voru tákn örlaga. Og
meira en íslenzkra örlaga: örlaga alls hins germanska og þó eink-
um norræna kynstofns og menningar hans. íslendingar eru í síð-
asta og að sumu leyti hátimbraðasta vígi þessarar menningar. Þeir
vita þetta eða öllu heldur finna það og vörnin leysir alla þá krafta,
sem þeir búa yfir, úr læðingi.