Skírnir - 01.01.1986, Síða 89
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
85
Þegar á að skýra þetta í stuttu máli, er óhjákvæmilegt að stikla
á stóru, en sú bót í máli, að atburðirnir, sem um er að ræða, eru
ykkur öllum sjálfsagt sæmilega kunnir.
III
Fyrst verður að slá varnagla um „germanska menningu“. Þegar
talað er um sigra hennar og ósigra, það sem varðveitt sé og glatað,
er enginn dómur í því fólginn um afstætt gildi hennar og suðrænn-
ar menningar. Að rökræða slíkt mat væri allt annað og meira mál.
Um þetta má ræða með sama hlutleysi og grasafræðingur segir frá
því, að ein trjátegund eða jurtategund nái útbreiðslu á kostnað
annarrar, sem fyrir var. í öðru lagi er germönsk menning upphaf-
lega hluti úr miklu stærri heild, og við þekkjum mjög lítið til
hennar nema margvíslega mótaðrar enn síðar af suðrænum áhrif-
um. Og í þriðja lagi berjast tvær stefnur eða tegundir menningar
aldrei svo til þrautar, að annarri sé algjörlega útrýmt og hin verði
einráð. í sókn og vörn blandast þær alltaf og móta hvor aðra að
einhverju leyti. Sigur og ósigur verður að miða við sveiflu mund-
angs úr jafnvægi, meir eða minna á aðra hliðina.
Ef við með þetta í huga rifjum upp skipti germanskra og suð-
rænna þjóða fram til 800, má gjörla sjá, að örlög germanskra
þjóðflokka höfðu aðallega orðið með þrennum hætti, og þau fara
að miklu leyti eftir því, hvar þeir eiga og eignast heimkynni.
Þessi skipti eru kynlegt sambland af aðdrætti og fráhrindingu,
ást og fjandskap. Germanar höfðu frá fornu fari numið margt af
suðlægari þjóðum og lengi búið yfir því hugboði, að löndin í sól-
arátt væru girnileg. Kimbrar og Teutónar voru fyrstu þjóðflokk-
arnir, sem komust í návígi við Rómverja. Þeir voru brytjaðir
niður. En þessi útrás, langt að norðan, sem í svipinn leit út eins og
einangrað gos, sýnir ólgu, sem var að búa miklu víðar um sig. Sú
ólga er í senn risin af innri þrýstingi aukins fólksfjölda, eftir skeið
sæmilegrar kyrrðar, og aðdráttaráhrifum sunnan frá. Þjóðflutn-
ingarnir miklu fara fram bæði innan Germaníu og út fyrir tak-
mörk hennar, en stefna þeirra er yfirleitt til suðurs. Og það kemur
fram, þrátt fyrir ofbeldi, drottnunargirni og spellvirki útrásar-
flokkana, að þeir eru námfúsir og nýjungagjarnir, semja sig fljótt