Skírnir - 01.01.1986, Page 93
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
89
En áttu Norðurlandabúar þá nokkurt varalið, sem samsvaraði
því, er þeir höfðu sjálfir verið meðal Germana um 800, eftir að
Saxar voru kúgaðir?
Því verður varla neitað, eftir þeim heimildum, sem kostur er á,
að skáldskapur Skandínava á víkingaöld hafi náð mestum þroska
í Noregi. Þetta er mjög eðlilegt. Erlend áhrif flæddu örast yfir
Danmörku, sem var landföst við meginlandið. Svíar sóttu mest í
Austurveg á lítt menntaðar þjóðir. Norðmenn áttu kost á að
nema fleira utan lands en Svíar og melta það í hóti betra næði en
Danir. Aðstaða þeirra var að þessu leyti ekki ólík Engilsaxa fyrr
í samanburði við Saxa. Norsk dróttkvæði og Eddukvæði frá 9. og
10. öld eru stórbrotinn kveðskapur. Að vísu vitum við hvorki ná-
kvæmlega, hvað mikið af Eddukvæðum er aðflutt til Noregs í ein-
hverri mynd né hvað mikið er ort eða ort upp á íslandi, en um
nokkurn þátt Norðmanna í þeim verður ekki efazt, - og því síður
um dróttkvæðin. En þessi blómi andlegra iðkana í Noregi er
svipull, eins og gestur tæki sérþar áningarstað. Hæpið er, aðhann
byrji þar að nokkru marki fyrr en eftir upphaf víkingar á níundu
öld og honum er lokið um 1000 með kristnitökunni, án þess að
eldri kvæðin væru færð í letur eða ort upp úr þeim með gömlu og
nýju sniði í senn, eins og Engilsaxar gerðu í Bjólfskviðu.
Frá Noregi var samt að mestu leyti komið það lið, sem bezt
varði og varðveitti norræna og germanska menningu eftir 1100,
og það bjó að þeim þroska, sem hún hafði tekið þar.
Nokkur eylönd í vestri og útnorðri höfðu verið unnin eða num-
in fyrir norrænt þjóðerni. Lega þeirra og landkostir bjuggu íbúum
þeirra allmisjöfn skilyrði sjálfstæðis og þroska. Vestureyjarnar
voru í þjóðleið. Þær komust snemma undir Noregskonunga og
voru svo háskalega nærri Bretlandi, að Hjaltar og Orkneyingar
glötuðu að lokum norrænni tungu. Samt lögðu þeir nokkurn skerf
til norrænna bókmennta á 12. öld, studdust þá að vísu við áhrif frá
íslandi, en virðast líka hafa verið milliliðir milli íslendinga og
Breta um sumar menntir. Færeyjar voru fjær, og Færeyingar hafa
haldið norrænu máli til þessa dags. En þeir urðu háðir Noregs-
konungum um leið og þeir tóku kristni. Eyjarnar urðu hjálenda
Noregs og norsku kirkjunnar og voru of smáar og harðbýlar, til