Skírnir - 01.01.1986, Side 94
90
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
þess að leyfa þjóðinni verulegt svigrúm. Hið sérstæðasta í fær-
eyskri menningu, dansinn og danskvæðin, á sér ekki eldri rætur en
frá 13. og 14. öld og er þá aðflutt frá Norðurlöndum og íslandi.
Þótt nýlenda á Grænlandi héldi sjálfstæði sínu jafnlengi sem
ísland, voru skipti hennar mest við Noreg, hún var fámenn og ein-
angruð og varð að lokum gröf þess þjóðarbrots, sem þar hafði
lent. Það varð þess vegna ísland, sem vörn sjálfstæðrar ger-
manskrar menningar mæddi síðast á. Saga íslenzkrar menningar
fram til 1400 er að ýmsu leyti hliðstæð skiptum Germana á þjóð-
flutningaöld og Norðurlandabúa á víkingaöld við suðrænni þjóðir
og menningu, þótt atburðirnir virðist ólíkir.
IV
Nú má spyrja, hvort slík yfirsýn geri ekki viðburðarásina allt of
einfalda. Þetta minnir grunsamlega á ævintýrin að því leyti, að
talan þrír sækir þar svo fast á. Menningu Germana er skipt í þrjú
aðaltímabil: samgermanska menningu, norræna menningu, ís-
Ienzka menningu. Á þjóðflutningatímum og víkingaöld skiptast
þjóðflokkar og þjóðir í þrjá tegundir: týndar útrásarþjóðir,
þjóðir, sem með ýmsu móti eru undirokaðar í heimalöndum sín-
um sunnan frá, varalið, sem þraukar afskekkt með sjálfstæðri
menningu. Og tímabilinu 1100-1400 í menningu íslendinga má
líkaskiptaíþrennt: til hérumbil 1180,þegarkirkjanferaðgerast
uppivöðslusöm á einn eða annan hátt, - þaðan til loka 13. aldar,
meðan íslendingar eiga í baráttu við erlent vald, svo að ekki má
til fulls á milli sjá, - og 14. öldina, frá festingu konungsvalds og
sigri kirkjunnar í staðamálum þangað til sagnaritunin líður undir
lok. Er nokkuð til í því, að forngermönsk menning hafi þarna ver-
ið að heyja síðustu og frækilegustu vörn sína, líkt og ofsótt dýr
snýst með djörfung örvæntingarinnar gegn veiðimanni, þegar það
er komið fram á hamrabrún, - er þetta annað en skáldleg líking?
Það er satt, að hér er tekin sjónhending um langa vegu án þess að
sýta í smámuni. En við skulum rifja upp fáeinar staðreyndir, sem
eru sæmilega áþreifanlegar þessu til stuðnings í meginatriðinu.
1) íslendingar halda ásamt nýlendu sinni á Grænlandi pólitísku
sjálfstæði sínu, þ. e. þjóðskipulagi, sem má jafnvel kalla ger-