Skírnir - 01.01.1986, Síða 98
94
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
öld málamiðlunar milli nýs og gamals siðar. Hinn forni siður hef-
ur fórnað því, sem krafizt var í bili, og hinn nýi heldur sér enn í
skefjum.
Við skulum nú snöggvast hyggja að andlegum búskap íslend-
inga á öndverðri 12. öld, þegar skriður er að komast á bókagerð.
Forn og þjóðleg arfleifð þeirra var sannarlega auðug, eftir því
sem nokkurn tíma hafði verið með nokkurri germanskri þjóð.
Hirðskáldin höfðu verið iðin að draga hana í búið og varðveita,
gamlir fræðaþulir, karlar og konur, og námfúsir æskumenn lögð-
ust þar á sömu sveif. Þarna þarf ekki vitnanna við. Og þessi arf-
leifð hafði fengið að dafna og þróast í góðu næði vegna legu lands-
ins og stjórnarfarslegs og kirkjulegs sjálfstæðis þjóðarinnar, -
svipað því sem til dæmis bronsmenningin á Norðurlöndum á sinni
tíð, sem ég gat um áðan. Um þetta er enginn ágreiningur. En þeg-
ar á að fara tveim fetum lengra og segja, að þessi menning hafi
dafnað í einangrun og vegna einangrunar, verið einræktuð vík-
ingamenning, ósnortin af Róm og kristni o. s. frv., þá fer í hart við
sannleikann. Hún hafði ekki verið neitt af þessu jafnvel á 10. öld,
hvað þá að hún væri það á 12. öld.
Sannleikurinn er sá, að íslendingar fengu snemma ríkulegan
skerf af erlendri menntun, og hún var beinlínis og óbeinlínis
nauðsynlegt skilyrði íslenzkra fornbókmennta samhliða þjóðlega
arfinum. Það er ein meginskýring, ef ekki meginskýringin á sér-
stöðu íslendinga, að þeir höfðu eignazt svo mikla útlenda bók-
menningu og lært að rita svo löngu áður en þeir gengu undir ok
konungsvalds og kirkjuvalds og bakfiskurinn var með því bitinn
úr sjálfstæðri og frumlegri hugsun þeirra og lífsskoðun.
ísleifur Gissurarson er að líkindum fyrsti Norðurlandabúi, sem
gengur á skóla erlendis, Sæmundur fróði með vissu fyrsti norræni
maður, sem leitar sér menntunar í Frakklandi. Framtakssemi ís-
lendinga að leita út var söm við sig. Þeir voru í því sannir arfþegar
landnámsmanna og annarra útrásarflokka fyrr og síðar. Ef menn
reyna að gera sér grein fyrir öllu því, sem þeir hafa þýtt og ritað,
lesið og numið af helgum og veraldlegum Norðurálfufræðum, er
það ærið undrunarefni. En einmitt það hafa flestir fræðimenn
vanrækt, útlendir sem innlendir, og er það vorkunnarmál, því að