Skírnir - 01.01.1986, Page 99
SKlRNIR
AUÐUR OG EKLA
95
nútímamönnum þykir lítill slægur í því. Mér finnst varla of ríkt að
orði kveðið, að íslendingar hafi opnað alveg upp á gátt fyrir út-
lendum menntum, en af mestum áhuga og óblandnastri gestrisni
á 12. öld. Samt er þessi áveita framkvæmd með sérstöku, íslenzku
lagi. Fátt flyzt til landsins af erlendum klerkum, sem annars stað-
ar boðuðu trú og sigldu oft hópum saman í kjölfar kristninnar.
Feirra verður lítið vart hér eftir miðja 11. öld. Islendingar verða
snemma heldur aflögufærir með lærða menn en hitt. Þeir sækja
lærdóminn sjálfir út, fá tækifæri að velja og hafna eftir eigin
smekk. Og sumt af því, sem þeir flytja inn, t. d. norskar þýðingar
á 12. og 13. öld, var búið vel í hendur þeim, þó aðþeir oft íslenzk-
uðu það talsvert í eftirritum sínum.
Það verður því sízt sagt, að íslendingar hafi átt við andlega fá-
tækt að stríða á þessum tímum, með gnótt í gömlu búi og mikla
aðdrætti nýrra fanga. Hvort sem þeir hefðu haft minna af þjóðleg-
um eða erlendum menntum, hefðu þeir komizt skemmra. Og -
þeir hefðu líka fengið minna á orkað, ef sambúðin milli þessara
tvenns konar mennta hefði verið friðsamleg alla tíð, þótt mikið
hefði sjálfsagt verið ritað og samið. En hér kemur það til sögunn-
ar, sem fyrr var vikið að. í öðrum löndum máttu klerkar, sem
voru einhuga í þjónustu sinni við kirkjuna, heita allsráðandi um
bókvísi og bókagerð. Þeir báru mikla virðingu fyrir grískum og
latneskum ritum, þótt þau væru úr heiðni, en öðru máli var að
gegna um heiðni hinna germönsku barbara og minningar frá tím-
um hennar. Upp á þær voru kristniboðarnir eðlilega fúsir að
heimfæra það, sem skrifað stóð: Hver, sem ekki er með mér,
hann er á móti mér. Kristnin er í eðli sínu altæk og vandlætinga-
söm lífsskoðun, sem heimtar allt og þolir ekkert sér jafnríkt. Að
vísu gekk það svo, að kristnin og allt sem henni fylgdi, sjálf átökin
við hana frjóvguðu oft í bili hið rammgerðasta í menntun barbar-
anna og nýkristnaðar þjóðir stálust til að skrifa eitthvað í þeim
anda, ef svo má að orði kveða. En þetta varð yfirleitt skammvinnt
siðamóta-fyrirbæri. Undir eins og kirkjunni óx fiskur um hrygg og
var orðin föst í sessi, vildi hún helzt ein öllu ráða um það, hvað
menn námu, mundu, hugsuðu og rituðu. Og það varð germönsk-
um þjóðum miklu erfiðara en rómönskum, að miðaldakirkjan