Skírnir - 01.01.1986, Side 100
96
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
hafði kjörið sér latínuna að heilögu og almennu máli, svo að hún
vildi helzt líka ákveða, með hvaða orðum menn létu hugsanir sín-
ar í ljós.
Þegar því er haldið fram, að þjóðleg menning íslendinga hafi
veitt erlendum áhrifum viðnám, er það fyrirbæri, sem er sannar-
lega ekki óþekkt annars staðar. Jafnvel á dögum Hákonar gamla
í Noregi er Skúli jarl auðsæilega meiri en valdastreitumaður fyrir
sjálfan sig. Hann er verjandi leifanna af fornu þjóðskipulagi og
þjóðlegum smekk. í Danmörku höfðu Starkaðarkvæðin verið
málsvörn norrænnar hreysti og óbrotins lífernis gegn suðrænu
munuðlífi og kveifarskap í hugsun og atferli. Saxo er mótaður af
svipuðum anda, þó að hann sé klerkur og riti á latínu. Allt, sem
lifir, á sér sína viðnámshvöt. En við getum ekki annars staðar
fundið þess nein dæmi, að sú barátta hafi orðið svo löng, hörð og
frjósöm sem á íslandi.
Sjálft upphaf íslands byggðar, tildrög landnáms, örlög og
stefna landnámsmanna, fyrir utan ýmis önnur skilyrði, gerir þetta
eðlilegt. Hér voru frá öndverðu saman ofin víðsýni og sjálfræði,
útþrá, nýjungagirni og sjálfbirgingsskapur. Kunnleikar af vest-
rænni og suðrænni menningu glæddu snemma menntalífið, áhrif-
in seytluðu inn í heiðna hugsun og kveðskap án þess að til þeirra
væri fundið öðru vísi en góðs fengs og fanga. íslendingar héldu
áfram hinu nána sambandi sínu við Norðurlönd eftir að þau voru
orðin andlegar hjálendur Norðurálfunnar, færðu sér margt í nyt,
sem þangað fluttist, og sáu líka sumt sér til viðvörunar. Þegar þeir
höfðu tekið kristni, með óvenjulegu jafnaðargeði og skynsemi,
virðist almenningur hér á landi þiggja allt, sem hún hafði að bjóða
og henni fylgdi af farsællegum menntum, með ljúfara geði og
opnara huga en annars staðar var títt. Eins og allir vita, var sigur
kristninnar í fyllsta skilningi hennar hvergi eins eindreginn, jafn-
vel á miðöldum, og ríki kirkjunnar benti til. En yfirleitt varð
heiðnin og sú forneskja af ýmsu tagi, sem við hana má kenna, að
skríða í felur, hafast við í afdölum og á útnesjum, vera neðanjarð-
ar. Hér var hins vegar svo háttað á 12. öld, að klerklegar menntir
og þjónusta við kristni og kirkju var mjög í höndum manna, sem
voru samhliða veraldlegir höfðingjar, ræktarsamir við fornt