Skírnir - 01.01.1986, Page 101
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
97
skipulag og þjóðlegar minningar frá blómaskeiði þess. Þeir þurftu
ekki að fara í felur með þetta, því að þeir höfðu ráðin í hendi sér.
Þessari venju frá dögum goðakirkjunnar er það að þakka, að ís-
lendingar eiga á 13. öld veraldarmenn með bóklega menntun,
þótt þeir séu óvígðir, og efalaust líka klerka, sem voru þjóðlegar
sinnaðir en annars staðar gerðist. En það var samt ekki fyrr en
kirkjan ætlaði að fara að gera sig svo heimakomna, að hún ræki
húsbændurna út úr þeirra eigin húsum, sem þeir fara verulega að
neyta kunnáttu sinnar til þess að spyrna við. Þjóðlegar bók-
menntir ná ekki fullum þroska á íslandi fyrr en þær eru í hættu
staddar. Og alveg sama gerist á öðru sviði samtímis, svo að hvort
tveggja helzt í hendur. Nútíðarmönnum er það að vonum
hugstætt, hversu smám saman þyrmir yfir fornmenninguna eftir
að sjálfstæði landsins er skert og misst. Hitt er þeim síður ljóst,
hversu margt af því, sem ágætt er í fornsögunum, er beinlínis og
óbeinlínis sprottið upp úr viðnámi gegn ásókn konungsvaldsins.
Líka á því sviði þurfti eklan að koma til skjalanna svo að auðurinn
væri ávaxtaður.
Frá því um 1100 eða upphafi ritaldar fram um 1180 er friðaröld-
in í íslenzkum fornmenntum. Þjóðin þarf ekki að ugga um sjálf-
stæði sitt né leikmenn um ofríki kirkjuvalds. Þegar það er látið
eftir Jóni Ögmundssyni, eins og sagan segir, að fella niður hin
heiðnu daganöfn, er það eins og óþekkum aðkomukrakka sé
fengið eitthvert lítilfjörlegt leikfang til þess að hann hætti að rella.
Miklu meiri og merkilegri arfleifð úr heiðni var geymd óskert.
Þetta er tímabil hinna fróðu manna, engin hörð átök, hvorki milli
klerka og leikmanna né í höfundunum sjálfum, - fáeinar ágætar
bækur og skrár, samdar af skynsamlegu viti, en engar sögur, eng-
in listaverk, varla nein viðleitni að leggja rækt við það, sem elzt er
og rammþjóðlegast, því að varðveizla þess virðist ekki í neinni
hættu.
Annað tímabilið, ólguskeiðið, hefst um 1180, samtímis baráttu
Þorláks helga fyrir sjálfstæði kirkjunnar, meira auði hennar og
völdum bæði efnalegum og andlegum. Þingeyramunkar, höfund-
ar helgisagnanna um Ólaf helga, Ólaf Tryggvason, Þorláksjar-
teina og Jóns sögu helga, gera sagnaritunina að áróðurstæki fyrir
7 — Skírnir