Skírnir - 01.01.1986, Side 102
98
SIGURÐUR NORDAL
SKÍRNIR
kirkjuna, fyrst á íslenzku, síðan á latínu. Munkarnir eru fimmta
herdeild erlendrar ásóknar. Gunnlaugur Leifsson er þjónn kirkj-
unnar, sem er ekki neitt annað heilagt. Hann er fús að telja ísland
til Noregsveldis, úr því að erkibiskup er í Noregi. Hann fer með
sannleik eins og dulu. Hann virðir íslenzkt mál og íslenzkan
smekk að vettugi. Sigur stefnu hans hefði orðið ragnarök þjóð-
legra mennta. Og samt - þessir menn eru baráttumenn, það er líf
og fjör í þeim, þeir víkka svigrúm fróðleiksins, þeir eiga sinn
mikla þátt í að búa í haginn fyrir söguformið. Þeir eru þrátt fyrir
allt meiri listamenn, meiri skáld en Sæmundur og Ari. Við getum
nú litið á þá með velþóknun, af því að fór sem fór. En það var
sannarlega ekki tilætlunin, ekki þeirra dyggð að þakka.
Um 1200 má tala um viðnám, varla sem sjálfráða andspyrnu,
heldur sem varðveizlu. Fyrstu íslendinga sögurnar eru ritaðar,
fyrstu fortíðarsögur um Noregskonunga, í veraldlegum anda,
sögur Orkneyinga, Færeyinga, sögur úr forneskju. En maðurinn
sem vitandi vits býst ekki aðeins til varðveizlu og varnar, heldur
gagnsóknar, er Snorri Sturluson. Snorri var framar öllu á yfir-
borði fornaldarinnar maður, afturhaldsmaður, enda komst hann
í kynni við fleiri hættur en fyrirrennarar hans. Hann berst gegn
breytingum á íslenzkum skáldskap, lausung dansanna í kveð-
andi, afnámi fornra kenninga. Hann hafði komizt í klípu í Nor-
egi, orðið að heita Hákoni og Skúla að stuðla að uppgjöf þjóð-
veldisins, og semur söguna um landvættirnar og ræðu Einars
Þveræings, þegar heim kemur. Hann fyrirlítur dómgreindarleysi,
ýkjur og smekkleysi munkanna, elskar ekki kirkjuna. Snorri
skrásetur Eddukvæði, skrifar Eddu sína sem kennslubók handa
ungum skáldum og um leið lærdómsbók í heiðinni goðafræði og
hetjusögum. Hann gerir víkingaöldina dýrlega í sögu forföður
síns, Egils Skallagrímssonar. Hann endursemur Ólafs sögu helga
með miskunnarlausri dómgreind á helgisögurnar - og samt svo
varlega, að klerkarnir taka bók hans einatt fram yfir helgisögurn-
ar. Því að Snorri er ekki við eina fjölina felldur. Hann heyir ekki
einungis baráttu út á við, heldur er háð barátta í honum. Hann
hlýtur að hafa notið mikillar menntunar í ýmiss konar erlendum
fræðum í æsku. Hann laðast að Sallúst, sem aftur hafði tekið Þúk-