Skírnir - 01.01.1986, Side 103
SKÍRNIR
AUÐUR OG EKLA
99
ydides sér til fyrirmyndar, svo að tengsl verða þar milli Aþenu og
íslands. Snorri verður margt að samþýða og skapa úr því sam-
ræmi. Þess vegna skilur hann eldri mönnum betur rök sögunnar
og skapferlisþróun einstaklinga, hversu andstæður samrýmast í
hreifingu og baráttu.
Sagnaritun íslendinga rís alveg greinilega, svo mörg og marg-
vísleg rit sem um er að ræða, hæst í bókum Snorra í öndverðu við-
námi, - og Njálu undir lok þess. Ef við vildum líkja sókn ofríkra
erlendra áhrifa á 13. öld við Skeiðarárhlaup og þjóðlegu
menntunum við flutning, sem er reiddur yfir flauminn til geymslu
á öruggari stað, - þá er Snorri efst á brotinu, hefur vaðið fyrir neð-
an sig, höfundur Njálu neðst á brotinu, sandkvikan gín við
honum, hann lendir stundum í jaðri hennar, en kemst samt af, og
íþrótt hans er samboðin háskanum. Höfundur Njálu er hámennt-
uð óhemja, eitt af mestu og andstæðuríkustu skáldum, sem uppi
hafa verið. Hann beitir í persónulýsingum sínum ofsalegri hlut-
drægni ástar eða óvildar, en samt aldrei svo, að hann leggi ekki
lesandanum upp í hendur einhver gagnrök á móti. Og hann lýsir
tvíræðum og tvíhverfum mönnum svo að slíkt hafði varla fyrr ver-
ið reynt í skáldskap og hefur trauðla verið farið fram úr því síðan.
Hann getur brugðið fyrir sig guðrækni kristinna píslarvotta, en
uppistaða lífsskoðunar hans er örlagatrú tíundu aldar. Hann
drepur stundum fæti í pytti klerklegs orðalags, en fágar þess á
milli íslenzkan stíl til svo einfaldrar fullkomnunar, að mér liggur
við að halda, að sundurlaust mál hafi aldrei verið betur ritað á
nokkura tungu.
Höfundur Njálu var uppi á þeim tímamótum, að hann var full-
roskinn maður 1262, hafði reynt Sturlungaöldina, og ritaði bók
sína meðan baráttan um löggjöfina og efndir Gamla sáttmála,
staðamál og harðasta hríðin um kirkjuvaldið stóðu yfir. Hann er
jafnaldri baráttunnar. Næstu kynslóðir, sem fæðast eftir miðja
13. öldina, alast þegar upp sem börn ósigursins. Loks hefur
mundangið sveiflast algjörlega og endanlega á hlið erlendra yfir-
ráða og áhrifa. Spennan er þorrin. Það má að vísu þybbast og
stympast við, en það verður allt á lægra stigi, þegar von um sigur
er þrotin. Fornri germanskri hámenningu er lokið með Njálu. Og