Skírnir - 01.01.1986, Page 114
110
HARALDJ0RGENSEN
SKÍRNIR
á skjölum safnsins. Þvílík skráning var nauðsynjaverk ef hægt átti
að vera að finna skjalið sem að var leitað. Þar sem hér var mest-
megnis um einstæð skjöl að ræða var eðlilegt að sérstakur miði
væri fyrir hvert skjal þar sem á var skráð dagsetning og staður,
nafn útgefanda og stutt greinargerð um hvað skjalið fjallaði. Þeg-
ar þessari nákvæmu skrásetningu var lokið og skjölin komin í
böggla og í rétta röð, þótti hagkvæmt að skrá efnið á seðlunum í
sérstaka bók, skjalaskrá (arkivregistratur). Grímur Thorkelín á
sér minnisvarða í Leyndarskjalasafninu þar sem eru 5 stórar bæk-
ur í tveggja blaða broti nr. 10 -14 með hendi hans. Þessu starfi var
lokið árið 1810, eftir það tók Thorkelín til við önnur skjalasöfn
með sama hætti. Hann átti einnig frumkvæði að því að gera efn-
isskrár í stafrófsröð til að auðvelda leitina í skjalasafninu. Til að
gera gleggri grein fyrir þessum gömlu skjalaskrám skal greint frá
höfuðefninu í þessum fimm bindum sem Thorkelín lagði hönd
að.
Fyrsta bindið hefst á flokki sem er kallaður Borgundarhólms-
skjöl, næst á eftir koma skjöl um konungserfðirnar og einveldið
(acta om arvesuccessionen og souverainiteten), þar á meðal er
frumgerðin að konungslögunum 1665. Næsti flokkur eru borgara-
leg lög, þar á meðal Dönsku lög Kristjáns V. Einnig er eintak af
Norsku lögum frá sama ári, en þau voru í eftirriti í lausum örkum.
Næst á eftir kom flokkur með konunglegum tilskipunum og fyrir-
mælum, skjöl um konungleg hjúskaparmál, hyllingar, skilmála-
skrár og samningar, bréf ríkisráðsins, skjöl um dönsku Iénin,
dómar, þingvitni, skuldbindingar og sáttamál. í fyrsta bindinu
voru einnig skjöl varðandi einstakar persónur svo sem Griffen-
feld, Kristine Munk og Eleonoru og Corfits Ulfeld.
í öðru bindi voru einungis skráð konungleg afsöl og makaskipti
og þriðja bindið hafði að geyma skjöl varðandi einstök héruð í
Danmörku raðað eftir legu héraðanna. í fjórða bindinu voru
skjöl varðandi hertogadæmin, Noreg, Svíþjóð ásamt íslandi,
Færeyjum og Grænlandi og í fimmta bindinu voru eingöngu gögn
varðandi útlönd, raðað í stafrófsröð eftir nöfnum landanna. Inn
í þetta safn var einnig raðað frumritum ýmissa samninga sem
gerðir höfðu verið við erlend ríki. Yfirlitið sýnir að reynt var að
flokka skjölin eftir efni, en einnig tekið mið af einstökum persón-