Skírnir - 01.01.1986, Page 134
130
GÍSLI SIGURÐSSON
SKÍRNIR
gefningu. Ástin verður að yrkisefni. Hér eru nefnd Guðrúnar-
kviða II, sem er talin elst í þessum flokki, Guðrúnarhvöt, Guð-
rúnarkviða I, Atlamál, Oddrúnargrátur, Sigurðarkviða skamma,
Helreið Brynhildar og Guðrúnarkviða þriðja.
Ef við lítum nánar á þessi kvæði kemur í ljós að tilfinningarnar
og skilningurinn sem eiga að hafa aukist svo mjög, birtast aðeins
hjá konunum. Skilningurinn á körlum og tilfinningum þeirra
virðist ekkert hafa aukist með árunum. Einar segir: „Skilningur á
konum, kvenlegum hug og háttum, fer vaxandi. Og verður fjöl-
breyttari“ (470). Til skýringar nefnir Einar að á 11. öld hafi þjóð-
félagið stefnt að meiri friðun og siðun og því séu dregnar upp
myndir kvenlegri kvenna en Guðrún Gjúkadóttir var til dæmis í
Atlakviðu. „Hvað er eðlilegra en nú, eftir að harðneskja hafði
verið dýrkuð um skeið, færu menn að lýsa söknuði og trega?
Segja má, að veruleikasvið kvæðanna aukist við þetta“ (470). Við
þetta bætir hann svo: „Mann grunar, að sumstaðar gæti hér áhrifa
höfðingjastéttarfólks, með miklum tómstundum og töluverðri
fágun. Og að mörg þessara kvæða hafi verið vinsæl í dyngjum
kvenna. Merkja kvennaskemmunnar kann að gæta hér og þar í
þessum kvæðum. Tilbreytingarleysi við saum og vefnað fjarri
hinu iðandi lífi birtist í orðunum ‘sofa lífi’, sem hér og þar koma
fyrir“ (470-71).
Það er áberandi hvað útvíkkun skilnings og veruleikasviðs
kvæðanna beinist að því sama. Allt miðar að því að sýna heim
kvenna, skýra viðbrögð þeirra og tilfinningar, réttlæta það sem
áður hafði verið túlkað sem grimmd og fordæðuskapur. Það er
brugðið upp svipmyndum af daglegu amstri kvenna: saumaskap í
Guðrúnarkviðu fornu, einkasamræðum úr dyngjum í Guðrúnar-
kviðu fyrstu, óhreinum nærfötum sem þarf að þvo í Atlamálum
og innilokun og eftirsjá eftir mönnum sem fara burt og drýgja
dáðir í sama kvæði.
Eru ungleg kvæði ort afkonum?
Hvernig er þá hægt að túlka þessi einkenni unglegra eddukvæða
ef kenningunni um þróun frá hörku til mildi er hafnað? í stað þess
að líta svo á að þessir flokkar endurspegli bókmenntasmekk frá
ólíkum öldum má allt eins spyrja hvort þeir sýni ekki bók-