Skírnir - 01.01.1986, Page 158
154
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
um og lýst er í þættinum, enda er hinn skörulegi ræðumaður, sem
minnzt er á, enginn annar en Jón prestur Ögmundarson. Frum-
saga Jóns helga er nú glötuð, en tvær sjálfstæðar þýðingar hennar
eru prentaðar í Biskupasögum. Þar er samskipta Jóns við Gísl
aðeins lítillega getið í þeirri gerð, sem löngum var talin elzt (E),
litlu meir í hinni óprentuðu gerð,4 en í þýðingu þeirri, sem nefnd
hefur verið G, er efni, efnisskipan og orðalag svo líkt Gísls þætti,
„að annaðhvort hefur þátturinn hlotið að vera saminn eftir sög-
unni (þýddri) eða kaflinn í sögunni (þýddri) eftir þættinum",5 svo
notuð séu orð Sigurðar Nordals.
Skoðun Nordals á sambandi Jóns sögu og þáttarins var sú, að
elzta ritaða frásagan um Gísl hefði verið í Jóns sögu þeirri, sem
Gunnlaugur samdi á latínu, en kaflarnir í þýðingunum og þáttur-
inn væru frá henni runnar.6 Þá áleit Nordal, að þátturinn væri
saminn eftir G (sem hann taldi eldri en E) „af manni, sem vildi
rita um Gísl í anda íslendinga sagna“.7 Færði Nordal fram ýmis-
legt máli sínu til stuðnings og benti til dæmis á, að í byrjun 13. ald-
ar hefði sama sem ekkert verið búið að rita af íslendingasögum og
þáttum, en allt benti til, að elzta þýðingin (þ. e. elzti G-textinn)
væri frá þeim tíma. Ennfremur skýrði Nordal frásögn þáttarins á
þá lund, að hún væri umfram allt Jóni presti til dýrðar, og þótti
honum það sverja sig í ætt til Gunnlaugs.
Það, sem aðallega vafðist fyrir Nordal, var að skýra sumt af því
efni, sem G hefur umfram þáttinn. Frá því er t. d. greint í G-text-
anum, að Gísl hafi verið festur upp á gálga, en ekki orðið meint
af, því að hinn heilagi Jón hafði áður sveipað hann kápu sinni. Þá
segir ennfremur: „Segja svá sumar bœkr, at Gísl fyrrnefndr hafi
ei verit hengdr, ok náð griðum ok fullum sættum ok allir þeir ís-
lenzkir menn, er í sögðu framhleypi vóru, fyrir fullting ok bœn-
arstað ins heilaga Jóhannis“.8 Þetta gat Nordal ekki skýrt öðruvísi
en að gera ráð fyrir, að klausa þessi væri ekki orð Gunnlaugs,
heldur síðari ritara, sem hefði þekkt þáttinn. Ekki getur þó þessi
skýring talizt fullnægjandi, þar eð orðin „sumar bœkr“ vísa
greinilega til fleiri en einnar bókar. Þá er æviferill Gísls rakinn
öllu nánar í G en í þættinum, og þess m. a. getið, að hann hafi far-
ið til írlands með Magnúsi konungi og síðar heim til íslands og
dáið þar í hárri elli. Að auki er minnzt á son hans Einar og sagt,