Skírnir - 01.01.1986, Page 160
156
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
streng, en hann ætlar, að þátturinn sé „naumast ritaður fyrr en um
miðja 13. öld“.14
Ekki get ég fundið neitt það í þættinum, sem mælir beinlínis
gegn tilgátu þeirra Sigurðar og Guðna um aldur hans, og heldur
finnst mér bókmenntaleg einkenni hans (einkum mál og stíll)
styðja hana. Hitt er þó rétt að benda á, að sé þátturinn byggður á
arfsögn, eins og vel má hugsa sér, er í raun og veru út í hött að
reyna að ákvarða aldur hans nákvæmlega, því að þá hafa vafa-
laust fleiri en ein kynslóð lagt skerf til hans.
II. Mál, setningaskipan og stílbrögð, frásagnarháttur og bygging
Málfar þáttarins sver sig að flestu leyti í ætt við hinn þjóðlega
sagnastíl. Ekki verður sagt, að orðaval sé torrætt eða margslung-
ið; lítið er um óhlutstæð orð, en þó bregður þeim fyrir í ræðu Jóns
(t. d. illgirnð, réttlæti og miskunn). Hvergi vottar fyrir því, að
málfar sé latínuskotið. Lýsandi orð eru fremur fá og langflest
þeirra skilgreinandi. Þó örlar á sjónrænum lýsingarorðum, þegar
sagt er frá skartklæðum Teits.15
Orðaröð er sums staðar innhverf, og fá veigamikil orð þá sæti
við sitt hæfi. Sem dæmi má nefna upphaf ræðu Jóns („Guði er þat
at þakka“)16 og kveðjuorð konungs til Gjafvalds („Bezta ferr
þér“).17
í setningaskipan ber mest á aðalsetningum, og er lítið um
undirskipan (hypotax) nema helzt í hinum lengri ræðum (t. d.
þeirra Jóns og Gjafvalds), og þó er hún þar hvergi verulega
flókin.
Nokkuð er um stílbrögð í Gísls þætti, en fremur eru þau spar-
lega notuð og falla því vel að máli og stíl. Líkingar eru til að
mynda sárafáar, en þó má nefna, að Gísl segist veifa Þorsteini
ferjumanni „sem barni“,18 og Sigurður ullstrengur tekur svo til
orða, er hann varar við fordæmi Gísls, „at lítit mun fyrir þykkja
at bleðja af hirð konungs, ef þessa skal hafa atfgrina.“19 Úrdrátt-
ur (litotes) kemur aðeins einu sinni fyrir og þá í orðum Hákonar
á Forborða, við Gísl („en ekki skal ek gera þér til óliðs“).20 Loks
má svo geta þess, að hliðstæðar endurtekningar til áherzluauka
koma nokkrum sinnum fyrir, aðallega í ræðum. Jón prestur víkur
til dæmis að þeim, sem eyða „góðum siðum hgfðingjanna, en