Skírnir - 01.01.1986, Page 161
SKÍRNIR UM GÍSLS PÁTT ILLUGASONAR 157
hvetja þá ok hvessa til grimmðar ok glœpa“21 í ræðu sinni, og Gísl
er á einum stað sagður tala „vel ok drengiliga.“22
Af framansögðu mætti ætla, að Gísls þáttur væri fullkomið af-
sprengi sagnastílsins, en svo er ekki. Eitt af aðalsmerkjum sagna-
stílsins er hlutlægni hans, og á hana skortir nokkuð í þættinum. í
fyrstu dylst tilhneiging höfundar til huglægni á bak við skírskotun
til almenningsálitsins; t. d. „þeir gerðu svá ok sggðu, at Gísl talaði
vel ok drengiliga.“23 Þegar á þáttinn líður gerist þessi huglægni
svo áleitnari (t. d. „Þeir gengu snúðigt eptir strætinu")24 og loks
keyrir um þverbak, þegar rætt er um kvæði Gísls: „Hann flutti
kvæðit skgruliga, en ekki var þar mikill skáldskapr í því kvæði.“25
Hér er á engan hátt reynt að fela íhlutun höfundar og mat hans á
söguefni sínu, en slíkt er einmitt eitt af einkennum lærdómsstíls-
ins.
í framhaldi af þessu er athyglisvert að skoða sjónar!v>rn
höfundar; hvaða efni hann velur og hverju hann hafnar. í þættin-
um fylgjumst við í fyrstu eingöngu með Gísl, og sjónarhorn höf-
undar miðast við aðgerðir hans. Eftir flótta Gísls og handtöku
hans víkur sjónarhornið hins vegar frá honum; fyrst til þeirra
konungs og biskups, þá til fundar Gjafvalds og konungs, en síðan
til Teits Gizurarsonar og íslendinga. Brennipunktur sögunnar er
samt ennþá mál Gísls og örlög hans, enda fylgjumst við næst með
síðustu stund hans í dýflissunni og frelsun hans þaðan. Á þinginu
beinist svo athygli höfundar að þeim, sem þar tala. Hann tilfærir
ræður og svör athugasemdalaust hjá öllum nema Gísl, sem hér
má þola, að höfuðlausn hans sé fleygt í glatkistuna. Sömuleiðis
yfirgefur sjónarhorn höfundar Gísl, um leið og mál hans hefur
fengið farsæl endalok. í sviðsljósinu stendur nú ræðuskörungur-
inn Jón Ögmundarson, og að honum beinist athyglin það sem eft-
ir er af þættinum.
Eins og sjá má af þessu er sjónarhorn höfundar ekki bundið
neinni einni, tiltekinni persónu, heldur miðast það öllu fremur
við þá menn og atburði, sem höfundi þykir matur í hverju sinni.
Frásagnarháttur Gísls þáttar er því nokkuð óvenjulegur að þessu
leyti, og hafa fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir um það, hver sé
aðalpersóna þáttarins, en að því verður nánar vikið síðar.
Margt í reifun og sviðsetningu Gísls þáttar er óneitanlega í