Skírnir - 01.01.1986, Side 163
SKÍRNIR
UM GÍSLS PÁTT ILLUGASONAR
159
síðari hlutanum vegast menn einungis með orðum. Risinu fylgja
hins vegar sættir milli konungs og Gísls, og sömuleiðis bætist við
nokkur eftirmáli um þá Jón og Teit.
III. Manngildi og mannlýsingar
Víst er undarlegt, að Gísl sé bindiefni þáttarins, en Jón leggi til
hápunkt frásagnarinnar og eftirmála. Af þessu leiðir, að þeir
fræðimenn, sem fjallað hafa um þáttinn, eru á öndverðum meiði
um það, hvor sé aðalpersóna hans eða hetja. í útgáfu sinni er Sig-
urður Nordal þeirrar skoðunar, að höfundur hafi viljað rita um
Gísl í anda íslendingasagna, en frásagan verði „fyrst og fremst
Jóni presti til dýrðar“.28Bandarísk kona, Marlene Ciklamini, tel-
ur Gísl hins vegar óumdeilanlega hetju þáttarins og hlutverk Jóns
mun minna.29
Mér þykir hvorug þessara skýringa sérlega þjál. Tilgáta Nor-
dals er hæpin vegna þess, að hann verður fyrst að ætla höfundi
ákveðinn tilgang (að rita um Gísl) og því næst, að áform hans hafi
með öllu mistekizt. Ciklamini reynir hins vegar að gera sem mest
úr hetjuskap Gísls, en samt tekst henni ekki að útskýra, hvers
vegna þáttur Jóns í verkinu er svo mikill sem raun ber vitni, ef
hlutverk hans er einungis minni háttar. Ekki er þó hægt að gera
þessum skoðunum fullnægjandi skil nema með athugun á mann-
lýsingum þáttarins.
í grófum dráttum skiptast persónur þáttarins lengst af í vini
Gísls og andstæðinga hans, þótt sú skipting riðlist smátt og smátt,
eftir því sem andstæðingarnir verða að betri mönnum. Höfundur
lætur menn oftast lýsa sér með orðum sínum og gerðum, en ekki
er það þó undantekningarlaust (sbr. höfuðlausn Gísls). Lítið er
hins vegar sagt af útliti manna og atgervi. Persónufjöldi þáttarins
er allmikill, og tíu manns eru þar lagðar ræður í munn. Hér á eftir
mun ég þó aðeins fjalla um þær þrjár persónur, sem mér finnst
mestu máli skipta: þ. e. a. s. þá Gísl, Jón og Magnús konung.
Af þessum aðalpersónum þáttarins hefur Gísl nokkra sér-
stöðu. Hann er kveikja þeirra atburða, sem aðrir sogast inn í, og
um hann er sagt meira en nokkra aðra persónu. 1 grein sinni um
Gísls þátt fullyrðir Marlene Ciklamini, að Gísl sé dæmigerð
hetja.30 Henni láist hins vegar að geta þess við hvað er miðað,