Skírnir - 01.01.1986, Síða 164
160
MAGNÚS FJALLDAL
SKÍRNIR
þegar sá dómur er felldur. Að vísu kemur greinilega fram í
þættinum, að Gísl er karlmenni að burðum, þótt hann sé ungur að
árum (sbr. tuskun Þorsteins litla), og viljasterkur er Gísl í bezta
lagi og sanngjarn og góðmenni, en hetja á borð við þær, sem
mestar má telja í íslendingasögum (t. d. Egil Skalla-Grímsson,
Gretti, Gísla Súrsson eða Gunnar á Hlíðarenda) er hann ekki.
Lítum til að mynda á víg Gjafvalds, sem þannig er lýst: „Síðan
gekk Gjafvaldr at strætinu við annan mann. Þá sneri Gísl í móti
honum ok hjó til hans; kom hgggit á gxlina; hljóp hgndin niðr, en
gekk eigi af. Gjafvaldr snerisk við honum. Gísl hjó þá á aðra gxl-
ina, ok fór þat sár nær því sem it fyrra; fell þá Gjafvaldr.“31
Ekki er hér mjög hetjulega að fariö; Gísl læðist að andstæðingi
sínum í gervi líkþrás manns, til að koma honum að óvörum og
reynir tvisvar að höggva Gjafvald í herðar niður án þess að útlim-
um hans fækki nokkuð, enda er Gjafvaldur meira en sólarhring
að sálast. Þá má geta þess, að eftir víg Gjafvalds heyrum við Gísl
raupa af því, hversu vel flótti hans muni takast: „hét ek Vígfúss í
morgin, en í kveld væni ek, at ek heita Ófeigr.“32 Víst er hér
hetjulega mælt, en þó ná konungsmenn Gísl nærri því samstund-
is. í varðhaldinu stöndum við Gísl aftur að því að taka fullmikið
upp í sig. Honum er sagt, að konungsmenn séu komnir að sækja
hann, en tekur því af stakri rósemi og yrkir vísu, þar sem hann lof-
ar hreysti sína og sálarró. Þá segir: „Því næst hjoggu þeir upp
hurðina, ok brast við hátt. Þá at eins sá menn, at Gísl kippðisk við
ok þó lítt.“33 Síðast en ekki sízt má svo nefna, að höfundur þáttar-
ins hirðir ekki um að hafa eftir höfuðlausn Gísls og hnýtir því
meira að segja við, að ekki hafi verið mikill skáldskapur í því
kvæði, eins og áður var vikið að. Þegar öllu er á botninn hvolft
held ég því, að engin „hetja“ hafi mátt þola slíka meðferð af
hendi höfundar síns eins og hetja Ciklamini.
Það sem mér finnst umfram allt einkenna Gísl í þættinum er at-
orka hans og tillitssemi. Gísl veit, hvað hann vill, og hann fram-
kvæmir það, hvað sem það kostar, en hann vill ekki stofna lífi
annarra í hættu sín vegna (sbr. skipti hans við Þorstein og Teit).
Gísl er allt of mannlegur til að geta talizt ofurmannleg hetja, en
fyrir bragðið gæðist hann meira lífi og stendur nær lesandanum en
margar hetjurnar. Á sama hátt og hann vinnur samúð þeirra, sem